Islanda

Jose Mourinho hélt neyðarfund með Henrikh Mkhitaryan þegar hann var ráðinn til Roma

DV - Gio, 24/06/2021 - 23:30

Jose Mourinho hélt neyðarfund með Henrikh Mkhitaryan þegar hann var ráðinn til Roma og þar leystu þeir málin.

Þeir félagarnir eyddu 18 mánuðum saman hjá Manchester United og var samband þeirra ekki gott. Mourinho gagnrýndi leikmanninn oft opinberlega fyrir lélegar frammistöður.

Framtíð Mkhitaryan hjá Roma var talin vera í óvissu þegar Mourinho var ráðinn til félagsins en Corriere dello Sport heldur því fram að þeir hafi strax rætt málin á fundi og geti nú hlegið að því sem gekk á hjá Manchester United.

Mkhitaryan skrifaði nýverið undir eins árs framlengingu á samningnum sínum við Roma en hann skoraði 15 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 46 leikjum á tímabilinu.

Mkhitaryan tjáði sig um samband sitt við Mourinho í mars 2020.

„Samband mitt við Mourinho var það flóknasta sem ég hef átt á ferlinum, hann er sigurvegari og vill vinna allt og þú verður að gera það sem hann biður þig um,“ sagði Mkhitaryan við Yevgeny Savin í mars 2020.

„Það voru árekstrar og ólíkar skoðanir, en það hafði samt ekki áhrif á titlana sem við unnum saman.“

Categorie: Islanda

Auður segir lista með nöfnum gerenda finnast á netinu – „Þar getur einhver dæmdur nauðgari endað við hliðina á einhverjum sem sagði eitthvað ógeðslega óviðeigandi í vinnustaðapartýi“

DV - Gio, 24/06/2021 - 23:30

Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var ásamt og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur frumkvöðli, gestur í Kastljósi kvöldsins. Þar ræddu þær atburði líðandi stundar og stærstu fréttamál síðustu missera. Þar á meðal var nýjasta #MeToo-bylgjan.

Einar Þorsteinsson, þáttarstjórnandi spurði Auði út í sína skoðun á þessari nýju bylgju. Hann sagði að útskúfunarmenning, sem einnig hefur verið kölluð slaufunnarmenning (e. cancel culture) hefði orðið ansi áberandi. Einar talaði um að bæði þeir sem áreittu og nauðguðu fengu á sig orðið gerandi, og að Auður hefði verið gagnrýnd fyrir sitt innlegg í umræðuna. Hún sagði:

„Þetta er svolítið fyndið því ég var pínu hugsi yfir þessu, þannig ég pantaði tíma hjá sálfræðingnum mínum til þess að geta aðeins rætt þetta. Það var eitthvað sem mér fannst mega vera dýpra í þessu, eða meira greint. Það er þetta orð: ofbeldi. Við notum það á mjög víðtækan hátt. […] Að fara yfir mörk getur verið að virkilega brjóta á einhverjum, eða segja eitthvað ógeðslega dónalegt,“

Listar með nöfnum gerenda

Þá talaði Auður um lista sem búnir hefðu verið til með nöfnum gerenda. Þess má geta að einn slíkan lista mátti finna á mjög vinsælum samfélagsmiðli þegar byltingin stóð sem hæst, en þar mátti finna nöfn margra þjóðþekktra einstaklinga.

„Það sem gerist er að það hafa verið búnir til svona listar yfir gerendur. Og þar getur til dæmis einhver kona beðið aðra konu um að nefna einhvern, þar sem hún vill ekki standa undir því sjálf. […] En þar getur einhver dæmdur nauðgari endað við hliðina á einhverjum sem sagði eitthvað ógeðslega óviðeigandi í vinnustaðapartýi.“

„Þetta verður allt einn gerandi, sem er bara eins og einn morðingi eða einn nauðgari. Þú færð á þig stimpilinn gerandi. Þetta er þörf umræða og ég styð þessa vitundarvakningu, en ef við leyfum okkur ekki að greina aðferðarfræðina, þá getur byltingin étið börnin sín. Við verðum að fá að pæla í þessu, því þetta eru mjög viðkvæmir og stórir hlutir,“

„Þá erum við komin of langt“

Þá tók Þorbjörg við og sagði síðustu #MeToo-bylgju hafa verið ansi frábrugðna þeirri fyrstu, vegna þess að hún hafi verið persónulegri, og þar með hafi myndast ákveðin „við gegn þeim“ dýnamík.

„Þessi bylgja var að mínu mati talsvert ólík þeirri fyrri, en þar voru konur að tala saman í lokuðum hópum, innan stétta. Og núna komu sögur um miklu meira ofbeldi held ég. Nú voru sögurnar opnari og undir nafni. Þannig þetta fór á miklu persónulegri stað hjá öllum, og þess vegna stóð fólk með þolendunum,“

„Ég er mjög sammála ég var mjög hrædd við að þetta myndi fara á stað þar sem maður segir: „hingað og ekki lengra!“ Og þá erum við komin of langt, og þá förum við til baka. Þá náum við ekki að afgreiða þessi alvarlegu mál sem komu fram í þessari bylgju, og þá segir samfélagið: „nú erum við komin í ofbeldi í hina áttina, hvar eru mörkin núna?“ Þá fellur þetta niður.“

Auður sagði þá að margir ættu í erfiðleikum með að tjá sig um þessi mál og segja sínar skoðanir vegna ótta við viðbrögð fólks. Og hún segist sjálf hafa verið ásökuð um að hrinda konum í áfall vegna sinna hugleiðinga á Facebook.

Categorie: Islanda

Mjólkurbikarinn: Valur og KR áfram – Fylkir raðaði inn mörkum gegn Úlfunum

DV - Gio, 24/06/2021 - 23:14

Rétt í þessu lauk síðustu þremur leikjum 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla. Fylkir vann Úlfana stórt, Valur sigraði Leikni og KR-ingar komu til baka gegn Kára.

Valur tryggði sér farseðilinn í 16-liða Mjólkurbikarsins með 2-0 sigri á Leikni. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði fyrra mark Valsmanna snemma leiks en Sverrir Páll Hjaltested gulltryggði sigurinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Valur 2 – 0 Leiknir R.
1-0 Guðmundur Andri Tryggvason (‘7 )
2-0 Sverrir Páll Hjaltested (’74 )

Fylkismenn sigruðu 4. deildarliðið Úlfana með sjö mörkum gegn engu. Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði fernu fyrir Fylki, Djair Parfitt-Williams skoraði tvö stykki og Birkir Eyþórsson skoraði eitt mark.

Fylkir 7 – 0 Úlfarnir
1-0 Þórður Gunnar Hafþórsson (´5)
2-0 Birkir Eyþórsson (´22)
3-0 Þórður Gunnar Hafþórsson (´26)
4-0 Þórður Gunnar Hafþórsson (´37)
5-0 Þórður Gunnar Hafþórsson (´60)
6-0 Djair Parfitt-Williams (´73)
7-0 Djair Parfitt-Williams (´79)

Kári 1 – 2 KR
Vantar markaskorara

Úrslit og markaskorara fengust á urslit.net

Valur, Fylkir og KR verða því bæði með í drættinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins sem fer fram næsta mánudag.

Categorie: Islanda

Sjónvarpsstjarna segist sofa nakin og skiptir fólki í fylkingar

DV - Gio, 24/06/2021 - 23:00

Sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby greindi frá því í morgunþættinum This Morning í gær að hún klæðist ekki nærbuxum þegar hún sefur. Þessi opinberun hennar hefur komið af stað áhugaverðri umræðu meðal breskra kvenna og skipt þeim í fylkingar, þær sem sofa í nærbuxum og sofa ekki í nærbuxum. The Sun greinir frá.

Læknirinn Carol Cooper segir að flestir læknar ættu að vera sammála um að nærbuxur séu óþarfa á næturnar.

„Þykkar nærbuxur, sérstaklega ef þær eru þröngar, orsaka heitt og rakt andrúmsloft. Það gerir það auðveldara fyrir sveppasýkingu og bakteríur að myndast. Það skiptir kannski ekki miklu máli fyrir okkur allar en það skiptir máli fyrir fólk með sykursýki eða sem fær reglulega sveppasýkingu,“ segir hún.

„Fyrir okkur flestar er best að „lofta“ þar sem sólin skín ekki.“

The Sun tekur saman næturklæðnað nokkurra stjarna og álitsgjafa, meðal annars raunveruleikastjörnunnar Megan Barton-Hanson. Hún segist sofa í silki.

„Ég hef áttað mig á því að sofa nakin sé ekki fyrir mig,“ segir hún.

„Ég er með frábæra svefnrútínu og náttföt eru stór hluti af henni. Ég fer í heitt bað með baðsöltum og set síðan á mig krem eftir á. Ég fer svo í gegnum húðrútínuna mína og klæðist stórum mjúkum baðsloppi á meðan. Síðan fer ég í falleg silkináttföt. Það er ekkert betra en að fara upp í rúm, tandurhrein og mjúk. Það er sagt að maður eigi að leyfa líkamanum að anda en ég hef aldrei skilið það. Það er miklu betra að sofa í fötum og nærfötum,“ segir hún.

Categorie: Islanda

Þessar heimsþekktu stjörnur bjóða upp á ódýrari afmæliskveðjur en íslensku stjörnurnar

DV - Gio, 24/06/2021 - 22:30

Greinilegt er að íslenska þjóðin er á báðum áttum varðandi skoðun sína á framtakinu Boomerang.is þar sem hægt er að kaupa rafrænar kveðjur á myndbandsformi frá íslenskum stjörnum. Viðskiptamódelið þekkist víða erlendis en spurningin er hvort að það gangi upp í örsamfélaginu hérlendis þar sem að allir eru skyldir öllum.

Algengasta verðið fyrir kveðju frá íslenskri stjörnu er 15 þúsund krónur þó að Geir Ólafs hafi lesið markaðinn þannig að hálf milljón væri sanngjarnt verð . Reiði viðskiptavinur fram 15.000 þúsund krónur má búast við glóðvolgu myndbandi frá Ásdísi Rán, Ásgeiri Kolbeins, Fjölni Þorgeirs nú eða Einar Bárða svo dæmi séu tekin. Eins og áður segir er um þekkta viðskiptahugmynd að ræða og ein stærsta síðan sem sérhæfir sig í slíkum kveðjum er Cameo. Þar er hægt að kaupa kveðjur frá heimsþekktum stjörnum og virðist gullkálfurinn Floyd Maywether feta í fótspor gullbarkans Geirs með því að vera sá dýrasti inná síðunni en stutt kveðja frá kappanum kostar litla 10 þúsund dollara eða rúmar 1,2 milljónir króna.

Það eru þó margar heimsþekktar stjörnur sem eru mun ódýrari en íslensku stjörnurnar og Fókus tók saman nokkur dæmi.

John Ratzenberger

14.800 krónur: Hann er þekkastur fyrir hlutverk sitt sem Cliff Clavin í sjónvarpsþáttunum Cheers. Hann hefur síðan átt velgegni að fagna við að talsetja teiknimyndir og hefur landað hlutverkum í Toy Story, Finding Nemo og Coco svo einhverjar séu nefndar.

Eric Roberts

12.900 kr: Eric hefur kannski ekki náð sömu hæðum og systir hans, Julia, en hann hefur þó hlotið tilnefningar til Golden Globe- og Óskarsverðlauna. Þá leikur hann iðulega illmenni.

Malcolm McDowell

12.300 kr: Frægðarsól Malcolm McDowell hefur aðeins fallið en hann er þekktastur fyrir aðalhlutverkið í kvikmynd Stanley Kubrick – A Clockwork Orange.

Isaiah Washington

12.300 kr: Washington er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Preston Burke í Grey´s Anatomy auk þess sem hann hefur leikið í fjöldanum öllum af þekktum kvikmyndum.

Jake Busey

12.200 kr. Jake Busey átti stórleik í cult-myndinni Starship Troopers auk þess sem hann er sonur stórleikarans Gary Busey.

Anne Heche

12.300 kr: Anne Heche var stórstjarna undir lok síðustu aldar. Ekki bara fyrir leik sinn í fjölmörgum stórmyndum heldur ekki síður samband sitt við Ellen DeGeneres sem slúðurpressan smjattaði á.

Natasha Henstridge

12.300: Ofurfyrirsætan söðlaði um og skellti sér út í kvikmyndaleik eftir farsælan feril á tískupöllunum.

Samantha Fox

10.450: Breska söngkonan Samantha Fox átti hug og hjörtu ungra sveina um allan heim á áttunda áratuginum og hefur því verið fleygt fram að hún hafi verið mest ljósmyndaði einstaklingur áratugarins.

Mara Wilson

9.800 kr. Ferillinn hjá barnastjörnunni úr Matildu og fleiri þekktum myndum hefur kannski ekki náð því flugi sem vænst var til. Hún hætti að leika um tíma til að einbeita sér að skrifum en ákvað fyrir nokkrum árum að reyna fyrir sér aftur í leiklistinni.

 

 

Categorie: Islanda

Einn frægasti tónlistarmaður heims hélt einkatónleika fyrir enska landsliðið

DV - Gio, 24/06/2021 - 22:30

Enska landsliðið fékk glaðning í gærkvöldi þegar Ed Sheeran hélt einkatónleika fyrir þá. Hann var fenginn sem eins konar hópefli fyrir stórleikinn gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum EM sem fer fram næsta þriðjudag.

Tónleikarnir áttu sér stað í gær, sem er eini dagurinn sem leikmenn hafa fengið frí á Evrópumótinu í knattspyrnu þetta árið. Samkvæmt Daily Telegraph voru leikmennirnir virkilega ánægðir með tónleikana en Ed Sheeran er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi.

Þá segir í fréttinni að Sheeran hafi fengið sérstakt leyfi til að hitta landsliðið en liðið fær ekki að hitta neina utanaðkomandi á meðan mótinu stendur.

Venjulega eyða leikmenn landsliðsins frídögum sínum með fjölskyldunum en vegna sóttvarnarregla er það ekki leyfilegt. Með þessum tónleikum reyndu stjórnarmenn landsliðsins að bæta þeim þetta upp og virðast sem svo að leikmennirnir hafi verið ansi ánægðir með þetta.

Categorie: Islanda

Mjólkurbikarinn: Auðvelt hjá Víkingum – Elín Metta stal senunni í Eyjum

DV - Gio, 24/06/2021 - 22:04

Víkingur Reykjavík sigraði 3. deildarlið Sindra örugglega í 32- liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Adam Ægir Pálsson skoraði fyrsta mark leiksins, Kwame Quee bætti við öðru markinu og Viktor Örlygur Andrason gulltryggði sigurinn snemma í seinni hálfleik.

Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag.

Víkingur R. 3 – 0 Sindri
1-0 Adam Ægir Pálsson (’21 )
2-0 Kwame Quee (’44 )
3-0 Viktor Örlygur Andrason (’52 )

ÍBV tók á móti Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu, en þetta var fimmti leikurinn í röð sem hún skorar í eftir að hafa byrjað tímabilið brösuglega. Elín Metta verður þó ekki með í undanúrslitunum þar sem hún fékk rautt spjald undir lok leiks. Ljóst er að það er afar mikill missir fyrir Valsliðið.

ÍBV 0 – 1 Valur
0-1 Elín Metta Jensen (’62 )

Upplýsingar um markaskorara fengust á fotbolti.net

Categorie: Islanda

Nuno Espirito Santo efstur á óskalista Tottenham þessa stundina – Stuðningsmenn ósáttir

DV - Gio, 24/06/2021 - 21:45

Fyrrum þjálfari Wolves, Nuno Espirito Santo, er nú efstur á óskalista Tottenham. Félagið hefur reynt að ráða þjálfara síðan að Mourinho var rekinn í apríl, án árangurs.

Tottenham hefur verið í viðræðum við allnokkra stjóra, Nagelsmann, Conte, Rodgers, Ten Hag, Pochettino, Fonseca, Gattuso og Lopetegui en þeir hafa allir hafnað félaginu.

Sportsmail greinir frá því að stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, vilji helst fá Nuno til félagsins og er stjórnin samþykk því. Það kemur fram í greininni að Graham Potter, stjóri Brighton, sé einnig á óskalistanum.

Nuno náði frábærum árangri með Wolves en búist var við því að hann vildi fara heim til Portúgal og vera með fjölskyldunni. Honum þykir áhugi Tottenham samt sem áður spennandi og gæti vel hugsað sér að þjálfa einn af stærstu klúbbum Englands.

Nokkrir stjórnarmenn Tottenham hafa töluverðar áhyggjur af því hvernig síðasta tímabil endaði hjá Wolves undir stjórn Nuno en aðrir telja að hann hafi bara ekki fengið tækifæri til að styrkja liðið eftir söluna á Diogo Jota til Liverpool og meiðsli Raul Jimenez.

Stuðningsmenn liðsins virðast þó ekki vera sáttir við Nuno ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlinum Twitter. Þeir eru sagðir vera óánægðir með fótboltann sem hann spilaði hjá Wolves.

Categorie: Islanda

„Eiginkonan áttaði sig á að hún væri tvíkynhneigð – Við deilum núna kærustu“

DV - Gio, 24/06/2021 - 21:30

Bandarísku hjónin Eli og Mikey höfðu verið saman í gagnkynhneigðu og hefðbundnu hjónabandi í sextán ár þegar þau kynntust Alidu.

Það var neisti á milli þeirra og áttaði Mikey sig á því að hún væri tvíkynhneigð. Tilfinningin var gagnkvæm hjá Alidu og ákváðu þau að breyta hjónabandi sínu í þriggja manna samband.

Þau viðurkenna að þau fá stundum ljótar augngotur frá ókunnugum en þau láta það ekki á sig fá. Þau leiðast samt og kyssast opinberlega, enda ekkert til að skammast sín fyrir.

Eli, Mikey og Alida koma fram í nýjasta Love Don‘t Judge þætti frá vefmiðlinum Truly.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Categorie: Islanda

Kvörtunum rignir yfir BBC vegna útsendingar á EM

DV - Gio, 24/06/2021 - 21:15

BBC hefur fengið yfir 6 þúsund kvartanir frá fólki eftir útsendinguna frá leik Danmerkur og Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Þá féll Christian Eriksen niður og fór í hjartastopp. Þökk sé snöggra viðbragða frá leikmönnum og læknateymi þá er hann nú á batavegi og laus af spítala eftir bjargráðsísetningu.

BBC hélt áfram að sýna frá atvikinu eftir að Eriksen féll niður og skiptu oft yfir á eiginkonu hans, Sabrinu Kvist, sem var í miklu uppnámi í stúkunni.

Sjónvarpsstöðin hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir þetta en yfirmenn á stöðinni sögðu í yfirlýsingu að þessu hafi öllu verið stjórnað af UEFA. Þeir báðust seinna afsökunar á atvikinu.

Nú hefur komið í ljós að tæplega 6500 manns sendu inn formlega kvörtun. Margir sökuðu sjónvarpsstöðina um að hafa valdið áfalli með myndbirtingunni sem erfitt væri að komast yfir.

Categorie: Islanda

Heiðar minntist móður sinnar fyrir fullum Eldborgarsal – „Ég veit að hún hefði elskað að sjá þennan dag koma upp“

DV - Gio, 24/06/2021 - 21:10

Heiðar Snær Jónasson útskrifaðist með MSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 19. júní. Sorgin knúði dyra á námstímanum og Heiðar lýsti því í hátíðarávarpi við útskriftina í Hörpu hvernig skóli getur verið mikið meira en bara stofnun sem gefur út prófskírteini.

„Fyrir tæpu ári síðan var minn besti vinur og mesta fyrirmynd, hún mamma mín, bráðkvödd. Hún var alltaf spenntust fyrir útskriftunum. Það var hennar draumur að fá að sjá mig loksins útskrifast og alltaf þegar ég bætti við mig námi sagði hún alltaf: Jæja, er þetta ekki komið gott? Ég veit að hún hefði elskað að sjá þennan dag koma upp,“ sagði Heiðar Snær í ræðu sinni sem HR deilir á Facebooksíðu sinni.

Móðir hans, Sigrún Ragna Skúladóttir, varð bráðkvödd þann 10. ágúst á síðasta ári.

Háskólinn í Reykjavik deilir áhrifaríku myndbandi þar sem Heiðari er fylgt að leiði móður sinnar og þar sem hann minnist hennar við útskriftina fyrir fullum sal í Hörpu.

„Kennarar, skrifstofa verkfræðideildar, fjölmargir starfsmenn og nemendur stóðu þétt við bakið á mér á þessum erfiða tíma og allt til dagsins í dag. Ég tala ekki bara fyrir sjálfan mig þegar ég segi að Háskólinn í Reykjavík er svo miklu meira en menntastofnun og miklu meira en byggingin. Hann er samfélag og hann er samfélagið okkar.

Þið megið vera stolt af ykkur og sérstaklega stolt af þeim samfélagslega lærdómi og þroska sem þið hafið bætt við ykkur og haldið vonandi áfram um ókomna tíð,“ sagði Heiðar.

Færsluna frá HR og myndbandið má sjá hér að neðan.

Categorie: Islanda

Slakað á sóttvarnaaðgerðum á Ítalíu

DV - Gio, 24/06/2021 - 21:06
Frá og með næsta mánudegi þarf ekki lengur að nota andlitsgrímur utandyra á Ítalíu nema í Valle d‘Aosta í norðvesturhluta landsins. Heilbrigðisráðherra landsins, Roberto Speranza, tilkynnti þetta á mánudaginn.

Ákvörðunin er byggð á ráðleggingum frá ráðgjafarhópi 24 sérfræðinga sem veita ríkisstjórninni ráð um aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Hópurinn hvetur fólk þó til að nota andlitsgrímur þegar það sækir fjölmenna viðburði því þar sé meiri hætta á smiti.

Ástandið hefur farið batnandi á Ítalíu að undanförnu. Á mánudaginn var 21 dauðsfall skráð og 495 ný smit. Sérfræðingar spá því að staðan muni halda áfram að batna og fljótlega verði einnig hægt að afnema grímuskylduna í Valle d‘Aosta.

Frá upphafi faraldursins hafa rúmlega 127.000 manns látist af völdum COVID-19 á Ítalíu og tæplega 4,3 milljónir smita hafa greinst en landsmenn eru rúmlega 60 milljónir. Búið er að bólusetja um 30% landsmanna 12 ára og eldri eða um 16 milljónir.

Categorie: Islanda

Gjörningur Pogba hafði áhrif – Bjórinn hverfur af blaðamannafundum

DV - Gio, 24/06/2021 - 20:45

Skipuleggjendur Evrópumótsins í knattspyrnu ætla að hætta að stilla upp Heineken fyrir framan þá leikmenn sem aðhyllast íslamstrú eftir að Pogba færði bjórinn í burtu á blaðamannafundi í síðustu viku.

Þetta byrjaði allt saman þegar Cristiano Ronaldo fjarlægði kókflösku af blaðamannafundi og sagði fólki að drekka vatn. Pogba fylgdi á eftir en hann færði Heineken flösku í burtu af borðinu.

Neysla áfengis er bönnuð meðal múslima og eftir gjörning Pogba hefur UEFA samþykkt að bjórinn verði ekki á borðinu á blaðamannafundum þegar leikmenn sem aðhyllast íslamstrú sitja svara.

Karim Benzema tók þátt á blaðamannafundi eftir leik Frakka í gær og þar var ekki að sjá Heineken flöskur.

UEFA gaf í síðustu viku út viðvörun til þeirra leikmanna sem voru að fylgja á eftir Ronaldo og fikta í flöskunum á blaðamannafundi. Samtökin hafa nú bætt við að það sé munur á því að fjarlægja áfenga drykki á grunni trúarbragða og að fjarlægja gosdrykki sem hafa slæm áhrif á lýðheilsu.

Categorie: Islanda

Íslandsbanki sendi Siffa G kveðju – Sjáðu myndbandið

DV - Gio, 24/06/2021 - 20:30

Í dag sendi Íslandsbanki Boomerang-myndband handa Twitter-verjanum Siffa G. Það má sjá á samfélagsmiðlinum Twitter, en þar hafði Siffi, sem heitir réttu nafni Sigurjón Guðjónsson, óskað eftir hjálp frá bankanum til þess að kaupa myndband af útvarpsmanninum Agli Plooder. Íslandsbanki gerði sér lítið fyrir og keypti myndband af Agli sem skilaði kveðju til Siffa

Samfélagsmiðillinn Boomerang hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu en nú er vefsíðan komin í loftið að fullu. Á vefsíðunni er hægt að borga frægum Íslendingum fyrir persónulegar kveðjur en kveðjurnar kosta jafnan um það bil 15.000 krónur.

Sjáðu hvað kveðjurnar frá fræga fólkinu á Íslandi kosta – Mugison dýrastur en Höfðinginn kostar klink

Í gærkvöld birti Siffi færslu á Twitter þar sem hann skrifaði kaldhæðnislega að honum sárvantaði lán og taggaði Íslandsbanka sérstaklega. Í færslunni birti hann jafnframt skjáskot af Boomerang, sem sýndi að myndband frá Agli Ploder kostar 15.000 krónur.

Í dag svaraði Íslandsbanki Siffa, en þó ekki með lánveitingu, heldur með myndbandi frá Agli Ploder. Þar skilar hann kveðju til Siffa og segir jafnframt að hann geri sterklega ráð fyrir því að Siffi eigi hlut í Íslandsbanka, og vísar þar til Hlutafjárútboðs Íslandsbanka, sem átti sér stað á dögunum. Kveðja Egills var eftirfarandi:

„Jæja, Siffi G. Innilega til hamingju, mín fyrsta kveðja! Og það allt í boði Íslandsbanka. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þú eigir hlut í þeim banka líka, svona ef ég þekki þig rétt. Ég vil bara kasta á þig kveðju, þakka þér kærlega fyrir þitt framlag til samfélagsins, sérstaklega Twitter-samfélagsins. Þú ert kóngurinn. Áfram gakk!“

❤ pic.twitter.com/zgkArYsJcC

— Íslandsbanki (@islandsbanki) June 24, 2021

Siffi hefur svarað kveðjunni, með því að halda því fram að hún verði margra milljóna virði eftir ár. Auk þess grínaðist hann með að gjaldmiðill framtíðarinnar væru kveðjur frá Agli Ploder.

Árið er 2057 eftir Stóra Stríðið. Eini gjaldmiðillinn sem er notaður eru kveðjur frá @egillploder.

— Siffi (@SiffiG) June 24, 2021

Þess má geta að Siffi G hefur verið reglulegur gestur í útvarpsþætti Egils, Brennslunni, þar sem hann hefur ásamt félaga sínum Tómasi Steindórssyni farið yfir stöðu mála á Twitter. Heitir sá dagskrárliður Twitter vikunnar.

Categorie: Islanda

Ekki lengur forgangsröðun í bólusetningu

Bæjarins Besta - Gio, 24/06/2021 - 17:30

Nú þegar svo margir hafa verið bólusettir hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fella brott ákvæði reglugerðar sem kveður á um forgangshópa.

Bólusetning gegn Covid-19 byggist þar með á sömu reglugerðarheimildum og bólusetning við öðrum smitsjúkdómum hér á landi. Með þessari reglugerðarbreytingu verður ákvörðun um bólusetningu vegna Covid-19 alfarið á forræði sóttvarnalæknis samkvæmt læknisfræðilegu mati hverju sinni.

Samkvæmt þeim reglugerðarákvæðum sem gilt hafa um bólusetningu gegn Covid-19 hafa bólusetningar barna sem fædd eru árið 2006 eða síðar einskorðast við börn með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem sóttvarnalæknir metur í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19. Með þeirri breytingu sem hér um ræðir falla þessi skilyrði brott og sóttvarnalækni verður þar með heimilt að bjóða bólusetningar fyrir börn, telji hann efni standa til þess og það samræmist ábendingum bóluefnis. Nú þegar hefur eitt bóluefni fengið markaðsleyfi hér á landi fyrir börn niður að 12 ára aldri.

Reglugerð heilbrigðisráðherra um þessar breytingar hefur verið send Stjórnartíðindum og öðlast gildi við birtingu.

Um 85% þeirra sem áformað er að bólusetja hafa nú fengið a.m.k. eina sprautu, vel yfir 50% eru fullbólusett gegn Covid-19 og gert er ráð fyrir að allir verði búnir að fá boð í bólusetningu í lok þessarar viku.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Ísafjarðarbær: Tangi hlýtur viðurkenningu

Bæjarins Besta - Gio, 24/06/2021 - 16:30

Leikskóladeildin Tangi á Ísafirði hefur hlotið viðurkenningu fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar fyrir framúrskarandi skólaumhverfi vegna þess öfluga útináms sem deildin býður upp á.

Í rökstuðningi nefndarinnar segir meðal annars:

„Verkefnið gengur út á að auka þekkingu nemenda á nánasta umhverfi sínu og á veðrinu, auka samstöðu nemenda og efla nemendur í að fara út í allskonar veðri. Starfsfólk og nemendur Tanga láta veðrið ekki stöðva sig þegar til dæmis er farið á gönguskíðum um bæinn, í ævintýraferð inn í skóg eða þegar gerð eru skýli upp í Stórurðarlundi. Útinámið á Tanga þykir bæði framúrskarandi og metnaðarfullt, sem vekur athygli langt út fyrir bæjarmörkin.“

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Tónleikar á Dokkunni á morgun

Bæjarins Besta - Gio, 24/06/2021 - 15:25

Ragneiður Gröndal verður með tónleika föstudaginn 25 júní kl 20.30 á brugghusinu Dokkunni Ísafirði. Selt við hurð á meðan húsrúm leyfir og einnig er hægt að panta í síma 8420771.

Í kynningu segir að nýtt og gamalt efni fái að dansa saman í hárfínu jafnvægi. Meðleikarar verða Guðmundur Pétursson á gítar og Þorleifur Gaukur Davíðsson á pedal-steel og munnhörpu.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Þjóðleikhúsið vill koma vestur með sýningu fyrir unga fólkið

Bæjarins Besta - Gio, 24/06/2021 - 14:24

Þjóðleikhússtjóri hefur ritað Ísafjarðarbæ bréf og óskað eftir samstarfi um gistingu og húsnæði til að leika í fyrir 2 leikara einn tæknimann. Ætlunin er að sýna Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson. verkið er ætlað ungu fólki og er hugleiðing um vináttu, forvarnir og Youtube. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur á sýninguna.

Skilja má á erindinu að farið sé fram á að Ísafjarðarbær beri kostnaðinn af gistingunni og útvegi húsnæði undir sýninguna.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Ekki kemur fram hverjar þær umræður voru.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Ísafjarðarbær: bæjarstjórnarfundur í dag. Þjóðgarður til afgreiðslu

Bæjarins Besta - Gio, 24/06/2021 - 13:05

Málefni þjóðsgarðs á Vestfjörðum verða tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í dag, síðast fundi fyrir sumahlé.

Fyrir verður tekin tillaga frá bæjarráði um afgreiðslu mála sem varða þjóðgarð á Vestfjörðum. Hins vegar kemur ekki fram hvað nákvæmlega verður afgreitt né hver tillaga bæjarráðs er þar um.

Haft var samband við oddvita meirihlutaflokkanna Daníel Jakobsson og Marzellíus Sveinbjörnsson en samkvæmt svarskilaboðum verða þeir báðir í fríi til mánaðamóta.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar 3. júní sl var samþykkt viljayfirlýsingu umhverfis- og auðlindaráðherra, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar um málefni þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þróun þjóðgarðsins til framtíðar.

Friðunarskilmálar þjóðgarðsins hafa ekki verið samþykktir og drög sem birt voru í upphafi hafa tekið breytingum. Þær breytingar hafa ekki verið birtar.

Bæjarráðið bókaði á síðasta fundi sínum að framundan væru fundir með umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun til að fara yfir athugasemdir um friðlýsingarskilmála og styrkingu raforkukerfisins á svæðinu. Það gefur til kynna að friðunarskilmálarnir verði ekki afgreiddir á fundinum dag.

Helst er tekist á um heimildir til rannsókna á virkjunarkostum innan væntanlegs þjóðgarðs sem gefa 10 MW eða meira afl. Hefur Orkubú Vestfjarða bent á Vatnsfjarðarvirkjun sem ákjósanlegan kost.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð upplýsir í morgun á bb.is að aldrei hafi staðið til að heimila þann virkjunarkost og bendir Vesturbyggð á aðra kosti Vestfjörðum sem hafa verið til skoðunar í Rammaáætlun.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Rauði krossinn Ísafirði: vilja bætta umgengni við fatagáma

Bæjarins Besta - Gio, 24/06/2021 - 12:10

Í tilkynningu frá Rauða krossinum Ísafirði er vakin athygli á óviðunandi umgengni við faragáma Rauða krossins og íbúar beðnir um að gera bragarbót hvað það varðar.

„Kæru íbúar Ísafjarðarbæjar þessi umgengni er ekki í boði. Ef gámarnir eru fullir vinsamlega látið vita af því. Það má senda póst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 8665316.

Það MÁ EKKI skilja eftir poka út um allt.

Ef það er ekki hægt að halda góðri umgengni við gámana mun Rauði krossinn alfarið hætta að taka á móti fötum á Ísafirði. Aðstaðan sem við höfum er til bráðabirgða, við höfum eitt ár til að finna varanlega lausn. Allar ábendingar um fáanlegt húsnæði eru vel þegnar.

Við reynum að tæma gámana einu sinni í viku, við erum sjálfboðaliðar og myndum gjarnan vilja fá fleiri sjálfboðaliða til að sjá um þetta með okkur til að dreifa álaginu. Þetta er mikil vinna fyrir fátt fólk, en lítið mál fyrir marga.“

 

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda