Traduci pagina

English French German Italian Portuguese Russian Spanish

Islanda

MERKIR ÍSLENDINGAR – ÞORBJÖRG JÓNASDÓTTIR

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 10:53pm

Kristín Þorbjörg Jónasdóttir fæddist á Flateyri þann 20. maí 1926.

Foreldrar hennar voru Jónas Hallgrímur Guðmundsson, skipstjóri á Flateyri, f. á Alviðru í Dýrafirði 2.5. 1886, d. 18.12. 1935, og María Þorbjarnardóttir, húsm. á Flateyri, frá Hrauni á Ingjaldssandi, f. 9. apríl 1897, d. 21. apríl 1979.

Systkini Þorbjargar voru:

 Marteinn Jónasson, f. 1916, d. 1987, Þuríður Jónasdóttir, f. 1917, d. 2008, Baldur, f. 1920, d. 1923, Bragi Jónasson, f. 1924, d. 1983 og Baldur Jónasson, f. 1924, d. 1992.

Þann 13. nóvember 1948 giftist hún Kristjáni Guðmundssyni, bakarameistara á Flateyri, f. 25.8. 1927 á Patreksfirði, sonur Guðmundar Kristjánssonar, f. 1900, d. 1959, og Ingveldar Gísladóttur, f. 1904, d. 2004, sem bæði voru úr Breiðafjarðareyjum. Kristján eiginmaður Þorbjargar lést um aldur fram 17.6. 1974.

Börn Þorbjargar og Kristjáns eru:

1) Guðmundur Jónas, f. 13.5. 1949, búsettur í Mosfellsbæ.

2) María Kristín, f. 13.9. 1952, gift Sigurbirni Svavarssyni, búsett í Mosfellsbæ, börn þeirra: a) Kristjana Þorbjörg, f. 1974, gift Jóhanni Braga Fjalldal, f. 1974, þeirra börn: Freyja María, f. 2007, Katrín Margrét, f. 2011, og Sigurbjörn Kári, f. 2011. b) Björn Þór, f. 1979.

Þorbjörg ólst upp á Flateyri, fór ung í Húsmæðraskólann í Reykjavík, en starfaði á Flateyri alla sína starfsævi, lengst af á Ritsímanum og síðar á Pósti og síma, síðustu 14 árin sem símstöðvarstjóri. Hún fór á eftirlaun 1992 og flutti þá til Reykjavíkur með syni sínum, Guðmundi Jónasi.

Þorbjörg Jónasdóttir  lést á Landspítalanum 21. apríl 2017

Skráð af Menningar-Bakki.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Úrslit kosninga í Kaldrananeshreppi

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 7:20pm

Í Kaldrananeshreppi fóru fram óbundnar kosningar til sveitarstjórnar þann 14. maí 2022. Á kjörskrá voru 92 og var kjörsókn 65.2%.

Í hreppsnefnd voru kosin:

Finnur Ólafsson

Halldór Logi Friðgeirsson

Ísabella B Lundshöj Petersen

Hildur Aradóttir

Arnlín Þuríður Óladóttir

Þau Arnlín og Finnur voru kosin til setu í fráfarandi hreppsnefnd árið 2018.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Icelandic Circular Economy in Action: Carbon Recycling International | RVK Futurecast

The Reykjavik Grapevine - Ven, 20/05/2022 - 6:45pm

In this episode of the Futurecast, Start Up Iceland founder Bala Kamallakhran talks with Benedikt Stefánsson at Carbon Recycling International about collecting carbon dioxide from the atmosphere and how it can help offset carbon emissions while also making methanol as fuel.

Find out more about The Resource Park here.

Start Up Iceland is hosting its annual conference in Harpa Concert Hall on June 3rd.
The main theme of this year’s conference is the Circular Economy.
You can find out more about Start Up Iceland and the conference on June 3rd here.

Remember, WINE and CONNOISSEUR Youtube members get access to Grapevine video content before anyone else! Consider joining as member to support the work that we do at Reykjavík Grapevine, and to get your next episode of Futurecast ahead of the crowd. Sign up here.

Watch on our YouTube channel

Note: Due to the effect the Coronavirus is having on tourism in Iceland, it’s become increasingly difficult for the Grapevine to survive. If you enjoy our content and want to help the Grapevine’s journalists do things like eat and pay rent, please consider joining our High Five Club.

The post Icelandic Circular Economy in Action: Carbon Recycling International | RVK Futurecast appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

Grapevine New Music Picks: GREYSKIES, Guðmundur Pétursson, and gugusar

The Reykjavik Grapevine - Ven, 20/05/2022 - 6:32pm

Eurovision is over, there’s construction everywhere, and we’re still waiting for hotter temperatures to come our way. So many things to complain about! Why not make yourself feel better with some newly released music? We promise it’ll cheer you right up!

All these tracks—and so many more brought to you by The Grapevine over the past twelve months—are available in our New Music Picks 2021-22 playlist.

GREYSKIES – “I Wish You All The Best”

You’re going through a difficult break-up, you worked through denial, anger, sadness, and all the other members of that gut wrenching gang. Now that you can think about it with more clarity, we’ve got the song for you. “I Wish You All The Best” by GREYSKIES tells your ex that you are cooler than cool, you’re ice cold. There are no hard feelings, because now you know that they will be the ones crying over spilled milk. If you can’t relate, it’s still a total tune which you should definitely check out. AP

Guðmundur Pétursson – “I Got You”

Guðmundur Pétursson started the year with a bomb cover of GusGus’s “Stay The Ride”, so when we heard about his new single we couldn’t wait to hit that play button. The bluesy rock vibes combined with the rawness of his voice makes you feel like you’re in a Tarantino movie, waiting to be saved by Guðmundur himself (on his horse, of course) while he confidently sings, “I got you”. Off into the sunset you go! KW

Gugusar – “Annar séns”

Gugusar, aka Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, is undoubtedly one of the most interesting upcoming artists from Iceland. She rose to fame just a few years ago, at the age of 15. Now an 18-year old, gugusar has just released a new single—“Annar séns”, or ‘Another Chance’—a mix of lo-fi tunes, electronic beats, indie and pop. Have a listen, and you might well be confused: is it gugusar or maybe Billie Eilish? IZ

The post Grapevine New Music Picks: GREYSKIES, Guðmundur Pétursson, and gugusar appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

Hafró – Vorrannsóknir á sjó og svifi

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 6:23pm

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í árlegan vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar þann 16. maí. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland.

Ársferðisrannsóknir á þessu sviði hafa farið fram í maí/júní í um 60 ár. Ásamt því að kanna ástandið á föstum sniðum út frá landinu eru gerðar mælingar með síritandi mælitækjum á siglingaleið skipsins. Magn og útbreiðsla ljósátu er mæld með bergmálstækni og samliða því eru ljósátusýni skoðuð.

Auk framangreindra og hefðbundinna rannsókna eru tekin sýni á völdum stöðum til greininga á erfðarefni svifþörunga í vatnsbolnum og setkjarnar sóttir frá botninum.

Verkefnið er hluti rannsóknasamstarfs Kaupmannahafnarháskóla og íslenska ríkisins sem efnt var til, til heiðurs Margréti Þórhildi drottningu Dana og Vigísi Finnbogadóttur forseta.

Einnig verður safnað sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó og tekin verða upp hlustunardufl djúpt út af Langanesi og Krossanesi vegna rannsóknar á atferli andanefja og annarra hvala en það verkefni er á vegum vísindamanna við Háskóla Íslands.

Áætlað er að leiðangurinn vari í 15 daga og fylgjast má með gangi hans á skip.hafro.is.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Samstarf Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna stuðlar að auknu öryggi

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 5:22pm

Kynning á samstarfi Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans fór fram í gær.

Um er að ræða mikilvægt og tímabært verkefni þar sem viðeigandi aðilar hafa tekið höndum saman um tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslands.

Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 sem og önnur símanúmer.

Þetta er mögulegt með samstarfi framangreindra aðila sem nýta sér svokallaða MOCN tækni, (e. Multi-Operator Core Networks) þar sem sami sendir getur tengst kjarnakerfum allra farsímafélaganna og fjarskiptasendar og tíðni á afskekktum stöðum þannig samnýtt.

Þetta virkar þannig að Neyðarlínan setur upp fjarskiptaaðstöðu og nauðsynlegan búnað eins og mastur og rafmagn á stöðum þar sem markaðslegar forsendur eru ekki fyrir hendi vegna lítillar farsímanotkunar.

Neyðarlínan er í samstarfi við eitt þriggja farsímafélaganna sem setur upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, en farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafa jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna.

Í samningi á milli aðila kemur m.a. fram að Neyðarlínan ákveður hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Í samningnum er ekki kveðið á um hámarksfjölda sendastaða en Neyðarlínan velur sendistaði meðal annars m.t.t. alþjónustukvaðar félagsins á hverjum tíma og er ekkert því til fyrirstöðu að þétta netið á næstu misserum, enda tilgangurinn með verkefninu að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast sé hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Sólveig Erlingsdóttir nýr forstöðumaður Hvestu og skammtímavistunar

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 4:18pm

Sólveig Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Hvestu og skammtímavistunar og mun hún formlega hefja störf þann 8. ágúst næstkomandi.

Sólveig lauk stúdentsprófi af sjúkraliða- og félagsfræðibraut frá Menntaskólanum á Ísafirði 2005. Árið 2008 lauk hún svo námi sem heilsunuddari við Nuddskóla Íslands og í febrúar 2012 BA prófi í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur Sólveig starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hún er ekki ókunnug störfum hjá Ísafjarðarbæ, þar sem hún hefur m.a. starfað við aðhlynningu, sem þroskaþjálfi og sérkennslustjóri hjá sveitarfélaginu.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Uppskrift vikunnar -Kínverskur wok réttur með lambakjöti og grænmeti í ostrusósu

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 3:00pm

Þessi uppskrift finnst mér alltaf standa fyrir sínu, hún er einföld og auðvelt að breyta til, til dæmis með mismunandi grænmeti, skipta lambinu út fyrir kjúkling eða naut. Í raun og veru nota ég þessa uppskrift sem viðmið og svo er bara um að gera að prufa breyta og bæta og finna út hvað hverjum þykir best.

Hráefni

5-600 g lambalundir eða fillet, skorið í litla bita

80 ml sherrý

1 tsk salt

1 laukur, skorinn gróflega

6 þunnt skornar engifersneiðar

3 hvítlauksrif, söxuð

80 ml grænmetisolía

Sósa

2 msk ostrusósa

2 msk sykur

2 msk soyasósa

2 msk edik

½ tsk sesamolía

4 msk vatn

Leiðbeiningar

Grænmeti að eigin vali, líka gott að hafa kasjúhnetur.

Skerið kjötið í litla bita og látið liggja í sherry og salti í um 30 mínútur.

Hitið helminginn af olíu á pönnunni þar til hún er orðin vel heit. Bætið þá helminginn af kjötinu út á pönnuna og steikið í um 30 sek. Takið af pönnunni og steikið hinn helminginn af kjötinu og takið svo af pönnunni.

Bætið restinni af olíunni út á pönnuna og steikið lauk, engifer og hvítlauk í nokkrar mínútur en hrærið reglulega í svo hvítlaukurinn brenni ekki. Bætið öllu grænmetinu saman við og steikið þar til farið að mýkjast. Bætið þá kjötinu og sósunni saman við og steikið þar til lambið er farið að mýkjast.

Berið fram með hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

RVK Newscast 185: Magma Building At Eldvörp

The Reykjavik Grapevine - Ven, 20/05/2022 - 2:19pm

Welcome back to RVK Newscast! Valur Grettisson, editor-in-chief of the Reykjavík Grapevine, is back on the Reykjanes peninsula to report on earthquakes and magma movement in the area, as well as the fallout from the recent municipal elections, and more. Read on for information and links.

Elections for local councils took place on Saturday 14th of May, which large gains for centrists The Progressive Party. This resulted in the majority coalition in Reykjavík City Council, which was previously led by the Social Democrats with the Pirate Party, the Reform Party, and the Left-Greens, falling. Preliminary discussions around the forming of a new coalition are beginning to take place. Read more here.

Several major earthquakes of over M3.5 have occurred in the last two weeks in and around the Reykjanes peninsula in south-west Iceland. Scientists have recorded significant magma movement and build-up close to Blue Lagoon and the HS Orka power plant. It’s not clear if this will lead to another eruption in the area at this stage. Read more here.

Are you going to Iceland in the near future? Check out all the trips you can order from us. We handpick tours from local companies that we recommend and trust 100% percent. Take a look and let your friends know if you know someone looking for a site to order tours. Read more here.

Join High Five Club and get discount on the tours!

Check our our tour with walk with Valur and Polly here.

The Newscast is made possible with the help of our friends at Einstök Beer.

Join our YouTube channel to get access to perks!

The post RVK Newscast 185: Magma Building At Eldvörp appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

RVK Newscast 186: More Earthquakes And “BDSM” Government

The Reykjavik Grapevine - Ven, 20/05/2022 - 2:01pm

In today’s episode of RVK Newscast, editor-in-chief Valur Grettisson is in Bláfjall to talk about continuing earthquakes, raven chicks causing electrical havoc, and why people are joking about a “BDSM” government in Akureyri. Read on for more information and links.

A body was found on the beach at Eiðsgrandi in Reykjavík. The body was found by a member of the public and the police are currently investigating, with no further details known at this time. Read more here.

Landsnet, the operators of Iceland’s electric grid system, have turned off one of their power lines due to ravens nesting on the line. As the line was not considered to be crucial at this time, the company decided that it was best to turn it off completely while the raven chicks are fledging, to protect them from potential harm.

It seems that Akureyri will have a BDSM government in the town council. Before you get too excited—this anagram comes from the letters representing each party: B is the progressive party, D is the independence party, S is the social democrats and M is the middle party.

Mark Zuckerberg, the founder of Facebook, is said to be somewhere in the North of Iceland. His private jet got a lot of attention when it landed at the Akureyri airport and there was said to have been extensive preparation all around. He flew from the airport in a helicopter and is vacationing somewhere in the countryside. Zuckerberg is not the only celebrity who has visited Iceland, with Prince Charles, Eric Clapton and Gordon Ramsey all regular visitors. Thankfully, Icelanders are not that preoccupied with stardom and famous people, which might actually be part of the attraction.

Geological activity is still taking place on Reykjanes Peninsula. Over 4000 earthquakes have been detected, many of them over 4 in magnitude. Read more here.

Are you going to Iceland in the near future? Check out all the trips you can order from us. We handpick tours from local companies that we recommend and trust 100% percent. Take a look and let your friends know if you know someone looking for a site to order tours. Read more here.

Join High Five Club and get discount on the tours!

Check our our tour with walk with Valur and Polly here.

The Newscast is made possible with the help of our friends at Einstök Beer.

Join our YouTube channel to get access to perks!

The post RVK Newscast 186: More Earthquakes And “BDSM” Government appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

Power Line to Westman Islands Temporarily Shut For Ravens

The Reykjavik Grapevine - Ven, 20/05/2022 - 1:58pm

Landsnet has decided to take Vestmannaeyjar Line 1 out of operation for the coming weeks due to a couple of ravens who have made their nest at the end of the line at Rimakot. Their fledglings hatched recently, Vísir reports.

Are you going to Iceland in the near future? Check out all the trips you can order from us! We handpick tours from local companies that we recommend and trust 100% percent. Take a look and let your friends know if you know someone looking for a site for booking tours!

This news comes from a Facebook post by Landsnet, where they explain: “At Landsnet we always strive to show responsibility in dealing with nature, and we were a little worried about the chicks when they started to leave the nest. Since the line is not crucial at the moment, we decided to take it out of operation while the ravenlings were getting on their feet.”

Steinunn Þorsteinsdóttir, Landsnet’s information officer, says that the fact that the line is temporarily taken out of operation does not affect the transmission capacity of electricity to the islands or security of supply, as this is only one of three cables which connect to the islands.

“This was an opportunity to save these young fledglings” she said. The “unexpected tenants” will be allowed to stay until the young ravens fly the nest. After that, authorities will clear the nest, so that the birds do not come back to nest in this potentially dangerous area.

For the time being, Landsnet is sure that the ravens will bring good fortune while they reside there, just as they do to the Tower of London.

The post Power Line to Westman Islands Temporarily Shut For Ravens appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

Gallerí Úthverfa: Linus Lohmann: 20.5 – 8.6 2022 – sýningaropnun

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 1:28pm

Föstudaginn 20. maí kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Linus Lohmann í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið “…something that was, & isn´t” og stendur til 8. júní. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar og boðið verður uppá létt spjall og veitingar.

Á sýningunni eru fjögur prentverk í lit og skúlptúr. Verkin eru sprottin af hughrifum og minningum um nokkrar byggingar sem hýstu Tækniminjasafn Austurlands og skemmdust í aurskriðum á Seyðisfirði í desember 2020. Byggingar safnsins höfðu að geyma marga hluti sem eru og voru heimild um tæknisögu svæðisins og hýstu einnig nothæft tréverkstæði í gömlu skipasmíðastöðinni og prentsmiðju í fyrrum vélasal. Bæði verkstæðin nýttust Lohmann vel á sínum tíma sem uppspretta innblásturs og verkstæðisiðkunar.

Myndirnar sem teknar voru við hreinsun eftir slysið sýna eftirleikinn og leifar tveggja herbergja á safninu, kaffistofu og skrifstofu.Flestir upplifðu þessi herbergi alltaf sem einhvers konar tímahylki, kunnuglegt og tímalaust rými.Myndirnar sýna þessa staði eins og þeir komu undan hamförunum. Rústað af náttúruöflunum sem knúin voru áfram af leðju og vatni.Fyrir Lohmann kalla myndirnar fram frumskóg af órökréttu minni, brengluð brotin vekja endurminningar og örva tilraunir til að endurbyggja rýmin eins og þau voru.Myndirnar eru afritaðar með marglitu ljósfjölliða ætingarferli.
Prentin eru innrömmuð með frekar óvenjulegu efni, POM-plasti, sem er almennt notað í fiskiðnaði.
Skúlptúrinn sem er til sýnis ásamt grafíkmyndunum minnir á aflagaðar byggingarnar. Við virðum fyrir okkur brotnar og breyttar spýtur úr hráu timbri, sem vantar allar vísbendingar um fyrri tilgang, sem aftur kallar fram nýjar birtingarmyndir.Lohmann notaði sömu gufubeygingartækni og notuð var til að smíða tréskip til að móta skúlptúrinn, og vísar þannig til fyrrum skipasmíðastöðvarinnar sem eyðilagðist í skriðunni.

Nú hefur svæðið verið hreinsað og fátt sýnilegt af því sem áður var. Það er því einungis minningin sem lifir eftir frá þeim tímum sem það var í notkun.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Body Found On The Seashore At Eiðsgrandi

The Reykjavik Grapevine - Ven, 20/05/2022 - 1:27pm

On May 18th, a body was discovered at Eiðsgrandi, on the north shore of Reykjavík, close to Seltjarnarnes, RÚV reports.

Are you going to Iceland in the near future? Check out all the trips you can order from us! We handpick tours from local companies that we recommend and trust 100% percent. Take a look and let your friends know if you know someone looking for a site for booking tours!

Representatives of police and the search & rescue team attended the scene, recovering the body and searching for further evidence. The body was identified as a woman in he her sixties. According to Vísir, her death is not believed to have been criminally related. 

The identity of the deceased woman is yet to be confirmed.

Capital region police chief Margeir Sveinsson said that the central investigations department is leading the investigation. The beach and surroundings are currently being combed in search of any personal iteams that might help identify the woman. Further details will be made public soon.

The post Body Found On The Seashore At Eiðsgrandi appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

Vesturbyggð: 20 skemmtiferðaskip í sumar

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 12:20pm

Alls koma 20 skemmtiferðaskip til Patreksfjarðar í sumar. Fyrsta skipið kemur 31. maí og er það Silver Moon. Síðasta skipið, Ocean Adventurer, kemur 22. september. Fjórar skipakomur verða í júní, sjö í júlí, 6 í ágúst og tvær í september.

Silver Whisper kemur oftast eða fjórum sinnum. Það getur tekið 382 farþega og 295 eru í áhöfn skipsins. Skipið er smíðað á Ítalíu árið 2001,er 190 metra langt og rúmlega 28.000 tonn að stærð.

Fram kemur í skýrslu um ferðamálastefnu Vesturbyggðar að fyrir covid árið 2019 , hafi tekjur af ferðaþjónustu í Vesturbyggð numið um einum milljarði króna og launagreiðslur verið 324 m.kr. Tekjur af skemmtiferðaskipum munu koma til viðbótar þar sem um nýjan þátt í ferðaþjónustunni er að ræða.

Mikil efnahagsleg áhrif

Í skýrslu Peter Wild sem var unnin fyrir Cruise Iceland og Hafnasamband Íslands og gefin var út í janúar 2019 eru efnahagsleg áhrif af komum skipa til Ísafjarðar umtalsverð og er niðurstaða þeirrar könnunar að áætluð heildareyðsla farþega, áhafna og skipa 9,6 milljónir evra eða ríflega 1,3 milljarðar ISK, þar af er eyðsla farþega áætluð tæplega 8,4 milljónir evra eða ríflega 1,1 milljarðar ISK, áhafnar 802 þús evrur eða 110 milljónir ISK og eyðsla skipa áætluð 467 þúsund evrur eða rúmlega 64 milljónir ISK (gengi 12/9 2019).

Miðað við þessar upplýsingar má ætla að skipakomurnar muni skila umtalsverðum tekjum í sumar.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Hreinni Hornstrandir : skráning hafin

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 11:20am

Áætlað er að fara í árlega hreinsunarferð á Hornstrandir helgina 24.-25. júní með um 25 manna hóp. Áætlað er að sigla að morgni föstudagsins 24. júní í Hrafnfjörð og ganga þaðan yfir í Furufjörð og byrjað verður að hreinsa um leið og komið er á svæðið. Þáttakendur þurfa að taka með sér tjald og mat fyrir tvo daga en gist verður í tjöldum í Furufirði. Á laugardeginum verður unnið sleitulaust við hreinsun í firðinum og þurfa því þáttakendur að vera vant útivistarfólk sem er til í hörku vinnu. Þegar búið er að hreinsa upp á laugardeginum verður siglt til hafnar á Ísafirði en áætluð heimkoma er seint á laugardagskvöldinu. Eins og undanfarin ár er fyrirséð að færri komist að en vilja.

Það er hinsvegar vel þess virði að láta á það reyna og senda inn umsókn á upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbær á netfangið: tinnaolafs@isafjordur.is

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Jæja, jæja …

Bæjarins Besta - Ven, 20/05/2022 - 10:40am

Hvað segist, gott fólk?

          Eigum við að halda áfram að ræða um ketti? Tja, hvers vegna ekki? Alla vega er ekki vanþörf á, svo mikið er víst.

          Fyrri grein mín fór víða og vakti umtal, enda brennur þetta á mörgum landanum. Sumir hafa eflaust fyrst við, eins og gengur, sannleikanum verður jú hver sárreiður, en meirihlutinn tók henni fagnandi. Það skynjaði ég á viðbrögðum, jafnt símhringingum sem öðru.

          Talskona Fuglaverndar var annars á Rás 1 á dögunum og ræddi við umsjónarmenn ónefnds þáttar um samband fugla og katta. Og hundar komu reyndar aðeins við sögu. Þetta var stórfurðulegt viðtal, sem ég ætla ekki að fara út í nánar, að öðru leyti en því að mig langar að beina sjónum að því sem var sagt um hvor tegundin væri hættulegri, hundarnir eða kettirnir. Að sögn talskonunnar voru það hundarnir, af því m.a. að þeir eru komnir af úlfum og eru hópdýr og því til alls líklegir. Hinir ekki. Svo eru þeir fyrrnefndu stærri líka og sterkari.

          Hér skulum við aðeins doka við, því í þessu sambandi á málið ekki endilega að snúast um afl, sentimetra og þyngd.

          Á Vísindavefnum segir m.a. í svari við spurningunni „Geta kettir verið hættulegir?“:

          Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt.

          Einnig er hætta á því að sníkjudýr úr köttum berist í menn. Sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma gondii) er algengur innsníkill í köttum. Bogfrymill getur valdið fósturskaða og jafnvel fósturdauða ef hann berst í vanfærar konur. Sníkjudýrið berst úr kettinum með saur og það er ekki ráðlegt að vanfærar konur hreinsi saur úr kattarkassanum …

          Rannsóknir hafa sýnt að miðtaugakerfið í músum og rottum, sem eru verulega sýktar af umræddu sníkjudýri, tekur einhverjum breytingum. Breytingarnar koma fram í atferli dýranna, til dæmis verða þau ekki eins tortryggin gagnvart framandi mat og þau eru óhræddari við opin svæði. Þetta eykur líkurnar á því að þau lendi í kjaftinum á rándýri sem í borgarumhverfi nútímans eru yfirleitt kettir. Þannig komast sníkjudýrin í tengsl við önnur sníkjudýr sömu tegundar og geta þannig æxlast. Það eykur erfðablöndun og minnkar hættu á innræktun sníkjudýranna.

          Læknar hafa lengi rannsakað áhrif bogfrymils á menn og vísbendingar eru um að breytingar verði á heilastarfsemi manna sem sýkjast. Til dæmis virðast sýktir einstaklingar finna fyrir óöryggi, viðbragðsflýtir þeirra verður minni og jafnvel ber á því að fólk verður íhaldssamara og tregara til að gera eða framkvæma nýja hluti …

          Hér ber að geta þess, að umrætt svar var gefið 24. september 2008, og í því sem ekki var birt hér er dregið nokkuð úr alvarleika málsins hvað Ísland varðar. En það hefur margt breyst síðan þá. Eitt er það, að erlendar rannsóknir eru sífellt að leiða í ljós enn alvarlegri áhrif þessa einfrumungs á umhverfið en þarna var getið. Á alls kyns dýr. Ástæðan fyrir því að kettir moka yfir það sem frá þeim kemur er t.d. ekki sú, að þeir séu einstakir snyrtipinnar, eins og hingað til hefur verið talið, heldur er þetta leið sníkjudýrsins til að lengja líftíma eggjanna, því hitinn geymist þá lengur saurnum og dregur úr þornun hans. Smart. Dýr af kattaætt eru einu hýslarnir þar sem bogfrymill getur klárað æxlunarhringinn.

          Í sumum löndum er konum ráðlögð fóstureyðing ef bogfrymill finnst í blóðinu, segir í grein í Pressunni 2. febrúar 1989, og að auki að þeir kettir sem lifi eingöngu á niðursoðnum kattamat eigi að vera lausir við skaðvaldinn. Það eitt ætti að vera ástæða til að halda þeim inni, alltaf, enda er engin leið fyrir eigendur þeirra að vita hvað þeir eru að gera úti við, séu þeir í lausagöngu, jafnvel drepandi nagdýr og smáfugla. Það segir sig sjálft.

          Árið 1996 var leitað að sníkjudýrum í 411 sandsýnum úr 32 sandkössum hér á landi. Hunda- og kattaskítur fannst í 21 kassa, eða 66% þeirra. Þrjár tegundir sníkjudýra, hunda- og kattaspóluormar auk bogfrymils fundust í sandkössum á leiksvæðum barna í Reykjavík og Kópavogi.

          Í DV 5. ágúst 2011 segir, að rannsóknir bendi til að þessi sníkill orsaki heilakrabba.

          Síðan hefur bæst á listann geðklofi og fleira.

          Ef mýs eða rottur sýkjast, fara þær að laðast að kattahlandslykt og verða jafnframt kærulausari, eða áhættusæknari, sem gerir rándýrinu auðveldara með að ná þeim. Eins er með fugla. Þetta eru millihýslar. Þannig lokast hringurinn.

          Bogfrymill hefur líka fundist í búpeningi hér á landi og er talinn hafa komist þangað upphaflega úr skít villikatta, sem hafa komið sér fyrir í og við hlöður. Hann getur borist í menn úr kjöti sem ekki hefur verið eldað nóg. Og líka úr grænmeti, ávöxtum og vatni sem mengað er af eggjum hans.

          Geðslegt?

          Árið 2014 bentu mælingar til þess, að um 30% katta hérlendis hefðu myndað mótefni gegn bogfrymli og að um 10% fólks hafi sýkst af bogfrymilssótt og myndað þannig mótefni.

          Og hið nýjasta er svo það, að vísindamenn telja að mögulega þurfi að fara taka upp reglulegar mælingar gegn bogfrymli hjá starfsstéttum eins og flugmönnum, flugumferðarstjórum og atvinnubílstjórum. Og hvers vegna skyldi það nú vera?

          Hmmm.

          Á heimasíðu Matvælastofnunar eru taldar upp „mikilvægustu leiðir til að koma í veg fyrir smit“. Þær eru eftirtaldar:

 • Tryggja að allt kjöt nái a.m.k. 65 gráðu hita við eldun.
 • Þvo hendur og áhöld sem komið hafa í snertingu við hrátt kjöt og gæta þess að það komist ekki í snertingu við önnur matvæli.
 • Þvo allt grænmeti og ávexti fyrir neyslu.
 • Nota hanska við garðvinnu og við að hreinsa kattasand.

          Athygli vekur að áhrifamesta leiðin er ekki nefnd einu einasta orði, sem er auðvitað sú að banna algjörlega lausagöngu katta.

          Ég hvet blaða- og fréttamenn til að kafa nú djúpt í þessa, að því er virðist forboðnu eða a.m.k. hér á landi földu laug, eða öllu heldur fúla pytt og sýna lesendum og/eða áhorfendum að því búnu hvað upp úr honum kemur. Því miður held ég að það verði enn svartara en hér hefur verið lýst.

          Lifið heil.

Magnús Ólafs Hansson

Höfundur er búsettur á Akranesi

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Kosningar í Árneshreppi

Bæjarins Besta - Gio, 19/05/2022 - 7:18pm

Í Árneshreppi fóru fram óbundnar kosningar til sveitarstjórnar þann 14. maí 2022. Á kjörskrá voru 41 og var kjörsókn 82,9%.

Kosin í hreppsnefnd voru:

Júlía Fossdal

Arinbjörn Bernharðsson

Delphine Briois

Eva Sigurbjörnsdóttir

Úlfar Eyjólfsson

Eva, Júlía og Arinbjörn voru í fráfarandi hreppsnefnd ásamt þeim Guðlaugi Ágústssyni og Birni Torfasyni.

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Alþjóðadagur kvenna í siglingum haldinn í fyrsta sinn

Bæjarins Besta - Gio, 19/05/2022 - 6:29pm

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur valið 18. maí til að vekja athygli á stöðu kvenna í siglingum, við sjósókn eða sjávarútvegi.

Þetta er fyrsta árið sem það er gert en dagurinn verður framvegis helgaður þeim. Af þessu tilefni ritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, grein sem m.a. var birt í Morgunblaðinu.

„Í engri starfsstétt er jafnmikill kynjahalli og í sjómennsku. Örfáar konur hafa útskrifast úr skipstjórn eða vélstjórn. Einungis 1% skipstjórnarmenntaðra eru konur en til samanburðar eru konur handhafar tæplega 12% flugskírteina. Af 2542 sem hafa útskrifast af lokastigi vélstjórnar eru 7 konur. Það er þó örlítið bjartara framundan því að nú eru 7% af nemum í skipstjórn konur. Grunnurinn að miklum mun á heildarlaunum kynjanna í sjávarbyggðum stafar ekki síst af háum tekjum karla á sjó.

Samkvæmt Hagstofu voru tæp 9% af þeim sem unnu við fiskveiðar konur en voru 43% af þeim sem unnu við fiskvinnslu. Laun við landvinnslu eru brot af því sem fólk fær fyrir sambærilegt starf á sjó þar sem ríkir jafnrétti og greitt er samkvæmt aflahlut,“ segir í greininni

Greininni lýkur ráðherra með þessu orðum: „Ég vil hvetja stofnanir og fyrirtæki sem hafa sjóinn að vettvangi til að brjóta hefðir og opna dyr sínar og skapa hvetjandi umhverfi þar sem konur njóta jafnræðis á við karla í störfum á sjó.“

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda

Grapevine Event Picks: ACIDFEST And More

The Reykjavik Grapevine - Gio, 19/05/2022 - 6:28pm

Summer is here and lots is happening in Reykjavík these days! There’s an ACIDFEST, a pub quiz, a battle between metal bands, and more. Check out our weekly event picks and as always, keep an eye on our events website for loads more going on in Iceland!

Is it inside my body~or is it outside
 • Until June 1st
 • Norska Húsið, Stykkisholmur
 • More information here

British / Icelandic artist Sara Gillies is exhibiting her work at Norska Húsið in Stykkishólmur. Pieces exhibited in “Is it inside my body–or it is outside” are the physical remnants, left behind after a journey of communication between thoughts, memories and experiences exploring the affair between the self and the physical. A battle of opposing elements, which blur the line between representational and abstract. Evidence of playfulness and obsession with the subject are palpable, as she reimagines the female body through experiences with nature. AP

Why don’t you just marry (an Icelander)? – Chapter 1.
 • May 20th, 15:00 – 17:00
 • The Nordic House
 • More information here

Getting a residence and work permit in Iceland if you’re not from the EU, might be tricky. It could cost you a lot of time, money and effort, and is often treated with much irony. “Why don’t you just marry (an Icelander)?”–hear those trying to fight the bureaucracy of moving to Iceland. The event aims to address this issue and focus on the need for an artist visa and the value of immigrant workers. If you can’t make it to the Nordic House, watch the event streamed online here. IZ

ACIDFEST at The Freezer Hostel & Culture Centre, Rif
 • May 20th-22nd, 19:00
 • The Freezer Hostel & Culture Centre
 • More information here

Liverpool Psychedelic Society and Creation Dream Machine will be hosting a 3-day festival in the remote fishing village of Rif, located a 2.5-hour drive from Reykjavík. ACIDFEST will feature jam sessions, live music events (from artists representing the UK, USA, Sweden and Iceland), photo exhibition, and more. If trippy visuals is something that excites you, check out this event. 

Following the ACIDFEST in Rif, there’ll also be a one-day event at KEX hostel on May 28th. IZ

The Wacken Metal Battle
 • May 21th, 19:00
 • Húrra
 • More information here

Metalheads unite! The 10th edition of the Wacken Metal Battle is coming to Reykjavík’s Húrra on May 21st. The participating teams, Devine Defilement, Forsmán, Holdris, Krownest, Merkúr, Múr, Vögel, will fight for the main prize–representing Iceland on the world’s biggest heavy metal festival. The audience can also cast a ballot–so come show some support your favorite band. IZ

Board Game Pub Quiz
 • May 21th, 19:30
 • Spilavirnir
 • More information here

If you have never been to a pub quiz before, it’s your chance to change this! Come to Spilavinir on May 21st and test your general knowledge of trivia. The participation fee is 1,000 ISK per person, but a drink is included in the price (a beer on tap, coffee, tea or soda). The winning team will get a 10,000 ISK credit in Spilavinir. Don’t worry if you don’t have a team, we’re sure you’ll meet friendly strangers who are exactly like you before the event. IZ

The post Grapevine Event Picks: ACIDFEST And More appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Categorie: Islanda

Strætó – Leiðir 61 og 62 munu aka um Vestfirði í júní, júlí og ágúst.

Bæjarins Besta - Gio, 19/05/2022 - 5:20pm

Leið 61 ekur frá Aðalstræti 7 á Ísafirði, að verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og aftur til baka. Viðkomustaðir á leiðinni eru bensínstöð Orkunnar í Súðavík, vegamót Djúpavegar (61) og Mjóafjarðarvegar (633) og Hótel Reykjanes.

Leiðin tengist leið 59 sem ekur milli Hólmavíkur og Borgarness.

Leið 62 ekur frá upplýsingamiðstöð Westfjords Adventures (Þórsgötu 8a á Patreksfirði), að Aðalstræti 7 á Ísafirði og til baka. Viðkomustaðir á leið frá Patreksfirði og til Ísafjarðar eru bensínstöð N1 á Patreksfirði, Hótel Flókalundur og Dynjandi.

Viðkomustaðir á leið frá Ísafirði og til Patreksfjarðar eru Þingeyri (622), Dynjandi, Hótel Flókalundur, Brjánslækur og bensínstöð N1 á Patreksfirði.

Ef ferðast er með reiðhjól, þá er nauðsynlegt að panta pláss fyrir það með eins dags fyrirvara.

Nánari upplýsingar á straeto.is

.fb-background-color { background: #ffffff !important; } .fb_iframe_widget_fluid_desktop iframe { width: 100% !important; }
Categorie: Islanda