Islanda

Jafnt í stórleik kvöldsins á Ítalíu

DV - Dom, 12/07/2020 - 23:45

Stórleik kvöldsins á Ítalíu er nú lokið en Napoli fékk þá AC Milan í heimsókn í skemmtilegum leik.

Milan komst yfir á 20. mínútu í kvöld er Theo Hernandez skoraði eftir stoðsendingu Ante Rebic.

Napoli jafnaði sanngjarnt á 34. mínútu er Giovanni Di Lorenzo kom boltanum í netið og staðan jöfn í leikhléi.

Á 60. mínútu kom Dries Mertens liði Napoli yfir en sú forysta entist aðeins í 13 mínútur.

Franck Kessie sá um að tryggja Milan stig en hann skoraði á vítapunktinum eftir ansi umdeildan dóm.

Napoli er í sjötta sæti með 52 stig og er Milan sæti neðar með 50 stig.

Categorie: Islanda

Kínverjar tilkynntu WHO ekki um kórónuveiruna sem veldur COVID-19

DV - Dom, 12/07/2020 - 23:20
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur margoft sagt að stofnunin hafi fengið tilkynningu frá Kína í desember um nýja kórónuveiru, veiruna sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri. Þetta er rétt að vissu leyti því tilkynning barst til höfuðstöðva WHO frá útibúi WHO í Kína. Starfsfólk þar hafði sjálft komist á snoðir um tilvist veirunnar við lestur á kínverskri heimasíðu. Kínversk yfirvöld tilkynntu WHO ekki um hana.

Áður hafði komið fram að WHO hefði fengið tilkynningu um veiruna frá Kína. Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, sagði meðal annars á fréttamannafundi 20. apríl að  stofnuninni hefðu borist tilkynningar um veiruna frá Kína.

En miðað við nýja og uppfærða tímalínu á heimasíðu WHO þá komst starfsfólk WHO sjálft á snoðir um veiruna, kínversk yfirvöld tilkynntu ekki um hana.

WHO uppfærði í síðustu viku tímalínu fyrir atburðarásina í tengslum við heimsfaraldurinn sem braust út í Wuhan í desember. Í gömlu tímalínunni kom fram að þann 31. desember hafi starfsfólk WHO í Kína tilkynnt um nokkur tilfelli veirusýkingar, sem veldur lungnabólgu, í Wuhan. Í kjölfarið var nýja kórónuveiran greind.

Í uppfærðri útgáfu tímalínunnar kemur fram að starfsfólk WHO í Kína hafi séð fréttatilkynningu á heimasíðu heilbrigðisnefndar Wuhan um tilfelli „smitandi lungnabólgu“. Því næst tilkynnti skrifstofan í Kína þetta til höfuðstöðva WHO.

Categorie: Islanda

Víkingar unnu HK í Kórnum

DV - Dom, 12/07/2020 - 23:06

HK 0-2 Víkingur R.
0-1 Viktor Örlygur Andrason(27′)
0-2 Óttar Magnús Karlsson(62′)

Víkingur Reykjavík vann sigur í úrvalsdeild karla í kvöld er liðið mætti HK í Kórnum.

Víkingar mættu særðir til leiks eftir slæmt 5-1 tap gegn Val í síðustu umferð á heimavelli.

Það var annað á boðstólnum í kvöld en Víkingur vann að lokum 2-0 sigur og lyfti sér í sjötta sæti deildarinnar.

Viktor Örlygur Andrason og Óttar Magnús Karlsson gerðu mörk gestanna í sigrinum.

Categorie: Islanda

Alfons og félagar óstöðvandi – Hólmbert komst á blað

DV - Dom, 12/07/2020 - 22:59

Hólmbert Friðjónsson komst á blað fyrir lið Aalesund í kvöld sem mætti Bodo/Glimt í Noregi.

Aalesund hefur verið erfiðlega af stað í sumar og eftir sjö umferðir er liðið í neðsta sæti með þrjú stig.

Bodo/Glimt hefur hins vegar spilað ótrúlega vel og er með fullt hús stiga eða 21 stig á toppnum.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodo/Glimt sem vann að lokum 6-1 útisigur.

Hólmbert gerði mark Aalesund en þeir Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson léku einnig fyrir liðið.

Categorie: Islanda

Sjáðu atvikið: Vitlaus Soyuncu fékk beint rautt

DV - Dom, 12/07/2020 - 22:33

Caglar Soyuncu, leikmaður Leicester, mun vilja gleyma leik liðsins við Bournemouth í kvöld.

Tyrkinn missti hausinn þegar Bournemouth komst í 2-1 og fékk verðskuldað rautt spjald.

Soyuncu sparkaði af afli í Callum Wilson sem reyndi að ná í boltann og uppskar beint rautt spjald.

Bournemouth nýtti sér það og vann leikinn að lokum með fjórum mörkum gegn einu.

Þetta má sjá hér.

Soyuncu looking to kickstart his UFC career pic.twitter.com/9T8kQz9X7N

— Kieran (@ultcatcher) July 12, 2020

Categorie: Islanda

„Kynlífsþræla“-presturinn fannst látinn – Ásakaður um alvarlegan glæp

DV - Dom, 12/07/2020 - 22:30

Séra Peter Miqueli fannst látin í húsi sínu í bænum Brick, New Jersey-fylki, Bandaríkjunum. Hann var einungis 57 ára gamall. Frá þessu greinir The New York Post.

Peter komst í fjölmiðla árið 2015 þegar hann var ásakaður um að stela verðmætum úr sjóði Saint Frances de Chantal-kirkjunni í Bronx-hverfi New York-borgar, en þar var hann prestur. Verðmætin voru metin á allt að eina milljón Bandaríkjadali.

Samkvæmt frétt The New York Post, er ekki er vitað hvort að einhver niðurstaða hafi fengist, eða dómur fallið í málinu.

„Kynlífsþræla“-presturinn

Hann var kærður af sóknarmeðlimum kirkjunnar sem vildu meina að hann notaði styrki sem kirkjan fengi til einkanota. Hann hefði til að mynda keypt sér húsið í Brick, fjármagnað eiturlyfjaneyslu og farið í ríkuleg ferðalög.

Mesta athygli vakti þó að presturinn á að hafa eitt háum fjárhæðum í Keith Crist sem að stundaði hlutverka-kynlíf með honum. Þá á Peter einnig að hafa borgað leigu hans.

Peter á að hafa borgað Keith þúsund dollara í hvert skipti sem þeir stunduð BDSM-kynlíf. Í hlutverkaleiknum á Keith Crist að hafa verið „meistarinn“, en Peter „kynlífsþræll“.

Bróðirinn veit ekkert meira

Lögregla fann lík prestsins á heimili hans síðastliðin þriðjudag. Haft er eftir Joseph Miqueli, bróður Peter, að hann hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar um andlátið.

„Ég veit ekkert meira. Lögreglan átti að hringja aftur í mig, en hún hefur ekkert gert það,“

Bræðurnir höfðu átt í mjög litlum samskiptum síðastliðin ár. Þann sjöunda júlí síðastliðin átti Peter afmæli og þá sendi Joseph honum afmæliskveðju, en fékk ekkert svar. Hann segist þó ekki hafa fengið svar við þeim síðustu ár.

Categorie: Islanda

Solanke með tvennu í óvæntum sigri Bournemouth

DV - Dom, 12/07/2020 - 21:58

Bournemouth 4-1 Leicester
0-1 Jamie Vardy(23′)
1-1 Junior Stanislas(víti, 65′)
2-1 Dominic Solanke(67′)
3-1 Jonny Evans(sjálfsmark, 83′)
4-1 Dominic Solanke(87′)

Bournemouth vann frábæran sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Leicester City.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en Leicester berst um Meistaradeildarsæti og Bournemouth um að halda sæti sínu í efstu deild.

Leicester byrjaði leikinn betur í kvöld og komst yfir með marki frá Jamie Vardy í fyrri hálfleik.

Allt annað Bournemouth lið mætti til leiks í seinni hálfleik og var liðið komist yfir á 67. mínútu.

Dominic Solanke skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Bournemouth en stuttu áður hafði Junior Stanislas skorað úr vítaspyrnu.

Caglar Soyuncu, varnarmaður Leicester, fékk á sama tíma rautt spjald fyrir að sparka í Callum Wilson, leikmann Bournemouth.

Jonny Evans varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Leicester áður en Solanke bætti við sínu öðru marki í 4-1 sigri heimaliðsins.

Bournemouth er nú þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Categorie: Islanda

Mourinho: Taktískur sigur

DV - Dom, 12/07/2020 - 21:28

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var glaður í kvöld eftir sigur hans manna gegn Arsenal í grannaslag.

Tottenham hafði betur með tveimur mörkum gegn einu og var Portúgalinn sáttur með frammistöðuna.

,,Þetta var taktískur sigur frekar en eitthvað annað. Ég held að Mikel Arteta sé búinn að finna leið fyrir þá til að spila og sýna stöðugleika,“ sagði Mourinho.

,,Þeir eru að bæta sig og við þurftum að aðlagast þeim og ég held að við höfum gert það mjög vel.“

,,Jafnvel í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir voru meira með boltann þá leið okkur nokkuð þægilega á okkar vallarhelmingi.“

,,Líka undir lok leiksins í stöðunni 2-1, engin vandamál, við vorum með stjórn á öllu og erum ánægðir.“

Categorie: Islanda

ÍA í annað sætið eftir öruggan sigur á Gróttu

DV - Dom, 12/07/2020 - 20:58

Grótta 0-4 ÍA
0-1 Viktor Jónsson(4′)
0-2 Stefán Teitur Þórðarson(14′)
0-3 Brynjar Snær Pálsson(18′)
0-4 Viktor Jónsson(34′)

ÍA vann stórsigur í úrvalsdeild karla í kvöld er liðið mætti nýliðum Gróttu á Vivaldi-vellinum.

Grótta vann sinn fyrsta sigur í síðustu umferð gegn Fjölni en átti ekki roð í Skagamenn í kvöld.

Viktor Jónsson er sjóðandi heitur þessa dagana og skoraði hann tvennu í 4-0 sigri gestanna.

Stefán Teitur Þórðarson og Brynjar Snær Pálsson komust einnig á blað en sigur ÍA var aldrei í hættu í kvöld.

ÍA skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik og lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar.

Categorie: Islanda

Lengjudeildin: ÍBV enn taplaust – Níu Keflvíkingar unnu

DV - Dom, 12/07/2020 - 20:44

Það var ekkert gefið eftir í Lengjudeild karla í dag en fjórir leikir voru á dagskrá.

ÍBV er enn taplaust á toppi deildarinnar eftir leik við Grindavík á heimavelli í dag. Jón Ingason tryggði þar Eyjamönnum stig.

Keflavík náði sigri gegn Þór fyrr í dag en Keflvíkingar kláruðu leikinn með níu menn á vellinum.

Þórsarar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn í seinni hálfleik og góður sigur heimamanna staðreynd.

Vestri lagði þá Þrótt R. með einu marki gegn engu Afturelding burstaði Leikni F, 4-0.

ÍBV 1-1 Grindavík
0-1 Stefán Ingi Sigurðarson
1-1 Jón Ingason

Vestri 1-0 Þróttur R.
1-0 Viðar Þór Sigurðsson

Keflavík 2-1 Þór
1-0 Adam Ægir Pálsson
2-0 Helgi Þór Jónsson
2-1 Alvaro Montejo(víti)

Afturelding 4-0 Leiknir F.
1-0 Jason Daði Svanþórsson
2-0 Ísak Atli Kristjánsson
3-0 Andri Freyr Jónasson
4-0 Alexander Aron Davorsson

Categorie: Islanda

Byrjunarlið HK og Víkings R: Kári og Halldór snúa aftur

DV - Dom, 12/07/2020 - 20:26

Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson snúa báðir aftir í byrjunarlið Víkings R. í úrvalsdeild karla í kvöld.

Víkingar mæta HK í Kórnum í kvöld og þurfa að hefna fyrir slæmt 5-1 tap gegn Val í síðustu umferð.

Varnarmennirnir tveir voru í banni í síðasta leik en eru nú nothæfir á ný.

Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.

HK:
1. Sigurður Hrannar Björnsson
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
9. Bjarni Gunnarsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
29. Valgeir Valgeirsson

Víkingur R:
16. Þórður Ingason
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
13. Viktor Örlygur Andrason
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason

Categorie: Islanda

Dæmdur fyrir stórfellt dópsmygl en vinnur fyrir borgina

DV - Dom, 12/07/2020 - 20:00

júlí á síðasta ári ákvað umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að ganga að tilboði Þakafls ehf. í viðhald og endurbætur á þaki leikskólans Lyngheima. Þann 4. mars sl. var síðan samþykkt að ganga að tilboði HIH málunar ehf. í málun á sex fasteignum á vegum Reykjavíkurborgar. Tilboðið var upp á tæpar 6,5 milljónir króna. Þá var samþykkt annað tilboð frá HIG málun ehf, upp á tæpar 11 milljónir, fyrir málun á tólf öðrum fasteignum í borginni.

Mikið magn sterkra fíkniefna

Skráður stjórnarmaður og helmingseigandi í bæði HIH málun ehf. og Þakafli ehf. er Tómas Arnarson. Í júní á seinasta ári var Tómas dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild í umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Hollandi til Íslands. Þá hefur hann frá árinu 2011 hlotið sex óskilorðsbundna fangelsisdóma fyrir umferðarlagabrot.

Forsaga málsins er sú að árið 2017 var Tómas, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmum þremur kílóum af MDMA. Efnunum var komið fyrir í sófa sem keyptur var í bænum Oosterhout í Hollandi í júní árið 2015 og síðan fluttur til landsins með flutningaskipi. Lögreglan fann efnin í sófanum á vöruhóteli Eimskipa daginn eftir og lagði hald á þau.

Maðurinn sem ákærður var ásamt Tómasi játaði fyrir héraðsdómi Reykjavíkur að hafa skipulagt innflutninginn og var því sakfelldur. Hlaut hann fimm ára fangelsisdóm. Héraðsdómur sýknaði hins vegar Tómas, en hann neitaði ávallt sök í málinu. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem síðan sneri við dómi Héraðsdóms, í júní á seinasta ári. Í dómi Landsréttar kemur meðal annars fram að skýringar Tómasar á atriðum sem tengdu hann við kaupin á sófanum hafi verið „ónákvæmar og um margt misvísandi og ótrúverðugar.“ Þá hafi sú afstaða hans að nefna ekki nöfn annarra sem hann hitti og eyddi tíma með í þessum tveimur ferðum dregið úr trúverðugleika framburðar hans. Hann var lokum dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sinn hlut í málinu. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að hann var fundinn sekur um að hafa staðið að innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum.

Ákveðin brot undanskilin

Eyþóra Kristín Geirsdóttir er lögmaður hjá embætti borgarlögmanns. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV stendur:

„Í innkaupareglum Reykjavíkurborgar er hvergi mælt fyrir um skyldu til að hafna tilboði sem stafar frá bjóðanda, hvers stjórnarmenn eða eigendur hafa hlotið dóma fyrir fíkniefnainnflutning eða umferðarlagabrot. Það væri því ekki andstætt innkaupareglum að samþykkja tilboð frá fyrirtæki í eigu einstaklings sem hefði hlotið dóm fyrir fíkniefnainnflutning og/ eða umferðarlagabrot.“

Categorie: Islanda

Guðný María gefur út nýtt og öðruvísi lag – „ÞÚ ERT NAGLI“

DV - Dom, 12/07/2020 - 20:00

Páskastjarnan Guðný María Arnþórsdóttir gaf í dag út nýtt lagið ÞÚ ERT NAGLI og tónlistarmyndband við það.

Samkvæmt umsögn hennar sem finna má á YouTube er lagið öðruvísi en önnur tónlist hennar. Það má vera vegna þess að ÞÚ ERT NAGLI er ef til vill dramatískara en hin lögin, en í tónlistarmyndbandinu syngur Guðný ballöðu við ströndina. Það er þó ekki allt, í myndbandinu má einnig sjá hana í fullu fjöri úti í skógi, í fatabúð og í hlutverki „ævagamals fórnarlambs“. Þá bregður lögreglan einnig á leik.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Categorie: Islanda

Einkunnir úr leik Tottenham og Arsenal: Fjórir fá átta

DV - Dom, 12/07/2020 - 19:42

Tottenham vann afar mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti grönnum sínum í Arsenal.

Það fylgir því ávallt mikið stolt að vinna þessa grannaslagi og í gegnum árin hafa liðin tvö tekist hart á.

Arsenal byrjaði betur á útivelli í dag og komst yfir með marki frá Alex Lacazette í fyrri hálfleik.

Sú forysta entist aðeins í þrjár mínútur en sóknarmaðurinn Son Heung-Min svaraði þá fyrir heimamenn.

Staðan var jöfn þar til á 81. mínútu er Toby Alderweireld hoppaði hæst allra í vítateignum og tryggði Tottenham sigur með marki eftir hornspyrnu.

Tottenham er nú í áttunda sæti deildarinnar með 52 stig, tveimur stigum á undan Arsenal sem er sæti neðar.

Hér má sjá einkunnir Mirror úr leiknum.

Tottenham:
Lloris 6
Aurier 5
Alderweireld 8
Sanchez 7
Davies 7
Sissoko 6
Winks 7
Lo Celso 6
Lucas 7
Son 8
Kane 7

Arsenal:
Martinez 8
Mustafi 6
Luiz 5
Kolasinac 5
Bellerin 7
Ceballos 8
Xhaka 7
Tierney 7
Pepe 5
Aubameyang 6
Lacazette 7

Varamenn:
Pepe 6

Categorie: Islanda

Tottenham lagði Arsenal í grannaslagnum

DV - Dom, 12/07/2020 - 19:24

Tottenham 2-1 Arsenal
0-1 Alex Lacazette(16′)
1-1 Son Heung-Min(19′)
2-1 Toby Alderweireld(81′)

Tottenham vann afar mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti grönnum sínum í Arsenal.

Það fylgir því ávallt mikið stolt að vinna þessa grannaslagi og í gegnum árin hafa liðin tvö tekist hart á.

Arsenal byrjaði betur á útivelli í dag og komst yfir með marki frá Alex Lacazette í fyrri hálfleik.

Sú forysta entist aðeins í þrjár mínútur en sóknarmaðurinn Son Heung-Min svaraði þá fyrir heimamenn.

Staðan var jöfn þar til á 81. mínútu er Toby Alderweireld hoppaði hæst allra í vítateignum og tryggði Tottenham sigur með marki eftir hornspyrnu.

Tottenham er nú í áttunda sæti deildarinnar með 52 stig, tveimur stigum á undan Arsenal sem er sæti neðar.

Categorie: Islanda

12 ára strákur handtekinn fyrir óboðleg rasísk ummæli

DV - Dom, 12/07/2020 - 18:57

Lögreglan í Vestur-Miðlöndum á Englandi hefur handtekið ungan dreng en þetta kemur fram á Sky Sports íd ag.

Um er að ræða tólf ára strák en hann var handtekinn fyrir ummæli sem hann skrifaði á Instagram.

Skilaboðin voru í garð Wilfried Zaha, leikmanns Crystal Palace, sem mætti Villa í úrvalsdeildinni í dag.

Um var að ræða óboðleg rasísk ummæli en Villa vann með lögreglunni til að hafa uppi á stráknum.

Zaha lék allan leikinn með Palace í dag sem þurfti að sætta sig við 2-0 tap á útivelli.

BREAKING: West Midlands Police have arrested a 12-year-old boy after racist messages were sent to Crystal Palace winger Wilfried Zaha ahead of Sunday’s match against Aston Villa.

— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 12, 2020

Categorie: Islanda

3.deildin: Markaleikur á Sauðárkróki – Vængirnir lögðu Einherja

DV - Dom, 12/07/2020 - 18:44

Fimm leikjum er nú lokið í 3.deild karla hér heima og var vantaði ekki upp á mörkin að venju.

Markaleikur dagsins fór fram á Sauðárkróki þar sem Tindastóll og Sindri áttust við í fjörugum leik.

Tindastóll hafði að lokum betur 4-3 eftir að hafa misst 2-0 forystu niður í 2-3 í seinni hálfleik.

Vængir Júpíters gerðu á sama tíma góða ferð til Vopnafjarðar og lögðu Einherja með tveimur mörkum gegn einu.

Fleiri leikir voru á dagskrá og verður markaskorurum bætt við síðar.

Tindastóll 4-3 Sindri
1-0 Konráð Freyr Sigurðsson
2-0 Luka Morgan Rae(víti)
2-1 Cristofer Rolin(víti)
2-2 Kristinn Justiniao Snjólfsson
2-3 Cristofer Rolin
3-3 Arnar Ólafsson
4-3 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarsson

Einherji 1-2 Vængir Júpíters
0-1 Ervist Pali
1-1 Georgi Karaneychev
1-2 Kristján Svanur Eymundsson

KV 2-1 Álftanes

Reynir S. 3-1 Höttur/Huginn

Ægir 1-3 Elliði

Categorie: Islanda

Hætti 1999 – Fær rúmlega 140 milljónir á ári

DV - Dom, 12/07/2020 - 18:35
Þann 1. júlí ár hvert fær Bobby Bonilla, 57 ára Bandaríkjamaður ættaður frá Púertó Ríkó, tæplega 1,2 milljónir Bandaríkjadala frá hafnaboltaliðinu New York Mets. Þessi greiðsla hefur borist árlega frá 2011 þrátt fyrir að Bonilla hafi ekki spilað einn einasta leik fyrir félagið síðan 1999.

Sumir hafa nefnt þennan dag Bobby Bonilla daginn enda hlýtur Bonilla að gleðjast á þessum degi þegar bankabókin tútnar aðeins meira út. Það er kannski engin furða að samningur hans teljist einn sá besti sem gerður hefur verið.

„Ég hef alltaf verið meðvitaður um að fjárhagur leikmanna verður að vera stöðugur þegar ferill þeirra er á enda. Hvað geta hafnaboltaleikmenn eiginlega í hinum raunverulega heimi? Þetta er eins og að vera kóngur. Þetta er það eina sem þér er kennt.“

Hefur USA Today eftir Dennis Gilbert, sem var umboðsmaður Bonilla og gerði samninginn góða fyrir hans hönd.

„Í tilfelli Bobby vildi ég tryggja fjárhagslegt öryggi hans til æviloka.“

Sagði Gilbert einnig.

Óhætt er að segja að það hafi honum tekist og vel það.

Þegar New York Mets vildi losna við Bonilla 1999 var hann orðinn 36 ára og hafði ekki staðið sig vel á vellinum það árið. Liðið vildi einfaldlega semja um starfslok hans. Bonilla hafði áður leikið með félaginu frá 1992 til 1995 og var þá launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann yfirgaf þá liðið áður en samningur hans rann út. Í tengslum við þá brottför var samið um að þau laun sem hann átti inni fengi hann greidd síðar en þetta er aðferð sem mörg bandarísk íþróttafélög notfæra sér til að rjúfa ekki það hámark sem er sett á launagreiðslur þeirra.

1999 var sama staða uppi og aftur var þessi leið farin. Samið var um að Bonilla fengi launin sín síðar eða frá 2011 og næstu 25 árin. Samið var um að átta prósent vextir myndu leggjast ofan á þau. Það verða að teljast ansi góðir vextir í dag en stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 0,25%.

Bonilla mun fá þessa árlegu greiðslu þar hann verður 72 ára. Upphæðin er dágóð en í núverandi leikmannahópi Mets eru aðeins sex leikmenn sem fá hærri laun en hann.

Categorie: Islanda

Baltasar slær garðinn á óhefðbundin hátt

DV - Dom, 12/07/2020 - 18:02

Íbúa á Smáragötu í Reykjavík varð litið yfir í garð nágranna síns á dögunum og við blasti nokkuð óvenjuleg sjón: hestar voru þar á beit og gæddu sér á grasinu, sem eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, var orðið töluvert hátt.

Eftir nánari eftirgrennslan DV um þetta skondna atvik kom í ljós að nágranninn sem um ræðir er enginn annar en Baltasar Kormákur leikstjóri, sem býr í húsinu ásamt syni sínum Baltasar Breka Samper leikara. Feðgunum hefur væntanlega fundist tilvalið að beita hestunum á gómsætt grasið í stað þess að slá. Eins og áður hefur komið fram þá er Baltasar eldri mikill hestamaður, og keypti hestabúgarð í útjaðri Reykjavíkur nú á dögunum.

Categorie: Islanda

Pepe: Eðlilegt að þeir gagnrýni mig

DV - Dom, 12/07/2020 - 18:00

Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, viðurkennir að stuðningsmenn liðsins megi gagnrýna sig eftir erfiða byrjun hjá félaginu.

Pepe kostaði 72 milljónir punda í fyrra en hefur ekki heillað marga með frammistöðunni hingað til.

,,Ég myndi segja það að byrjunin mín hafi verið svolítið neikvæð,“ sagði Pepe við GFFN.

,,Miðað við mínar eigin væntingar þá bjóst ég við meiru. Ég býst við meiru og það er undir mér komið að leggja mig fram og gera gæfumuninn í hverjum leik.“

,,Það er eðlilegt að fólk gagnrýni mig eins mikið og þau gera því ég er ekki að gera eins mikið og ég á að gera.

,,Ég skil þau. Það er undir mér komið að snúa þessari stöðu við. Ég horfi fram á við.“

Categorie: Islanda