Islanda

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram

DV - Mar, 01/12/2020 - 23:17

Sex leikjum var að ljúka í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu.

Í A-riðli tók Atlético Madrid á móti Bayern Munchen. Bayern voru búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir leikinn. Atlético þurftu á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Það tókst ekki því leiknum lauk með 1-1 jafntefli. João Félix skoraði mark Atlético og Thomas Müller jafnaði undir lok leiks fyrir Bayern úr vítaspyrnu.

Í B-riðli tók Borussia Mönchengladbach á móti Inter Milan. Leiknum lauk með 2-3 sigri Inter Milan. B-riðill er galopinn því öll lið eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Borussia Mönchengladbach eru á toppnum með átta stig, Shaktar Donetsk og Real Madrid, sem áttust við fyrr í dag, eru í öðru og þriðja sæti bæði með sjö stig og Inter Milan er neðst með fimm stig. Öll liðin eiga einn leik eftir í riðlinum.

Í C-riðli mættust Porto og Manchester City annars vegar og Marseille og Olympiakos Piraeus hins vegar. Leik Porto og City lauk með markalausu jafntefli. Marseille sigraði Olympiakos Piraeus með tveimur mörkum gegn einu. MAnchester City og Porto. City hafði tryggt sé sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn. Porto hefur nú einnig tryggt sæti sitt.

Í D-riðli tók Liverpool á móti Ajax og Atalanta tók á móti Midtjylland. Liverpool sigraði Ajax með einu marki gegn engu og tryggðu sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. Curtis Jones skoraði sigurmarkið eftir dýrkeypt mistök hjá markmanni Ajax. Midtjylland og Atalanta gerðu 1-1 jafntefli. Atalanta og Ajax eiga bæði enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Mikael Anderson spilaði allan leikinn í liði Midtjylland.

Hægt er að sjá stöðuna í öllum riðlum með því að smella hér.

A-riðill:

Atlético Madrid 1 – 1 Bayern Munchen
1-0 João Félix (26′)
1-1 Thomas Müller (86′)(Víti)

B-riðill:

Borussia Mönchengladbach 2 – 3 Inter Milan
0-1 Matteo Darmian (17′)
1-1 Alassane Pléa (45+1′)
1-2 Romelu Lukaku (64′)
1-3 Romelu Lukaku (73′)
2-3 Alassane Pléa (76′)

C-riðill:

Porto 0 – 0 Manchester City

Olympique Marseille 2 – 1 Olympiakos Piraeus
0-1 Mady Camara (33′)
1-1 Dimitri Payet (55′)(Víti)
2-1 Dimitri Payet (75′)(Víti)

D-riðill:

Liverpool 1 – 0 Ajax
1-0 Curtis Jones (58′)

Atalanta 1 – 1 Midtjylland
0-1 Alexander Scholz (13′)
1-1 Cristian Romero (79′)

Categorie: Islanda

Sigríður streymir fundi þar sem fjallað er um áhrif sóttvarnaaðgerða á íþróttastarf

DV - Mar, 01/12/2020 - 22:52
„Miðvikudaginn 2. desember stendur hópurinn „Út úr kófinu“ fyrir fundi um þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf og þær afleiðingar sem þessi staða hefur, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu barna og unglinga og fyrir afreksíþróttir,“ skrifar Sigríður Andersen á Facebook-síðu sína en þar verður á hádegi á miðvikudag streymt fundi þar sem rætt er um áhrif sóttvarnaaðgerða á íþróttastarf. Fundinum stýrir Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér
Categorie: Islanda

Sara Björk eftir að Ísland komst á EM: „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur“

DV - Mar, 01/12/2020 - 22:27

„Þetta er geggjuð tilfinning, búið að taka sinn tíma. Eftir leikinn í dag hefði verið skemmtilegt að fagna, við þurftum að bíða í einhvern tíma. Það var smá stress í gangi, það er geðveik tilfinning að vera búin að klára þetta og tryggja sig inn á EM,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands á fréttamannafundi við íslenska fjölmiðla eftir að ljóst var að íslenska liðið væri komið inn á næsta Evrópumót.

Íslenska liðið vann sigur á Ungverjalandi fyrr í dag en þurfti að bíða eftir úrslitum í kvöld til að vita niðurstöðuna. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en árið 20202 vegna COVID-19,

„Þetta verður löng bið, þetta eru aðstæðurnar. Við tökum þeim, við erum búnar að tryggja okkur þrisvar áður. Við viljum virkilega ná einhverju almennilegum árangri  og gera eitthvað á EM.“

Sara telur að liðið nú sé klárt í slaginn en undirbúningurinn fyrir mótið verður langur, mótið átti að fara fram á næsta ári en eins og fyrr segir hefur COVID-19 haft áhrif á það.

„Við erum með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni, við vorum vel undirbúnar fyrir 2017 en mér fannst við ekki eiga gott mót. Mér fannst við ekki sýna hvað í okkur býr, nú er tækifæri til þess. Hópurinn er búinn að styrkjast, það eru sterkir leikmenn búnir að koma inn í þetta. Það er langur undirbúningur fyrir þetta mót.“

Þegar rætt var við Söru mátti heyra aðra leikmenn syngja og tralla á bak við hana. „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur, það er tilefni til þess að fagna. Það er gleðskapur hérna fyrir utan.“

Mótið fer fram á Englandi og er Sara Björk spennt fyrir því. „Það er ágætis tilhugsun, ég held að þetta verði geggjað mót. Geggjaðir leikvangar, fyrir okkur og fyrir þjóðina er mikil spenna.“

Categorie: Islanda

Brjálað veður í kvöld – Aftanívagnar ultu á Holtavörðuheiði – Foktjón í Reykjanessbæ

DV - Mar, 01/12/2020 - 22:22

Vegagerðin lokaði Holtavörðuheiði í kvöld en þar voru bílar að festast í gríð og erg. Tveir aftanívagnar vörubíla ultu á hliðina.

Mynd: Gunnar Árnason

Meðfylgjandi myndir tók Gunnar Árnason en honum tókst að komast yfir heiðina og til Blönduóss þrátt fyrir ófærðina.

Þá varð foktjón í Reykjanessbæ samkvæmt tikynningu frá Landsbjörgu. Voru björgunarsveitir kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynningar höfðu borist um fok á þakklæðningum á nokkrum stöðum ásamt lausamunum og jólaskrauti. Björgunarsveitir héldu á vettvang til hjálpar.

Þá fuku tjöld í Hjartagarðinum við Laugaveg 19 en þar er jólamarkaður.

 

Categorie: Islanda

Norður-kóreskir tölvuþrjótar grunaðir um að hafa reynt að stela upplýsingum frá AstraZeneca

DV - Mar, 01/12/2020 - 22:10
Norður-kóreskir tölvuþrjótar eru grunaðir um að hafa gert tölvuárás á AstraZeneca lyfjafyrirtækið nýlega í því skyni að stela upplýsingum um bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni.

Reuters segir að tölvuþrjótarnir hafi notað LinkedIn og WhatsApp og þóst vera hausaveiðarar að leita að starfsfólki. Þannig hafi þeir reynt að komast í samband við starfsfólk AstraZenece, þar á meðal starfsfólk sem vinnur að þróun bóluefnisins, og bjóða því störf sem ekki eru til.

Tölvuþrjótarnir sendu skjöl, sum úr rússneskum netföngum, með starfslýsingum. En þessi sköl voru hlaðin tölvuveirum sem gátu veitt þeim aðgang að tölvum viðtakendanna. Ekki er talið að þessi tilraun þeirra hafi borið neinn árangur.

Talsmenn AstraZeneca vildu ekki tjá sig um málið en Oxford háskóli, sem vinnur með AstraZeneca að gerð bóluefnisins, sagði í yfirlýsingu, sem var send til CNN, að háskólinn vinni náið með bresku tölvuöryggissveitinni til að tryggja öryggi verkefnisins.

Categorie: Islanda

Sjáðu fullveldistónleika Ólafs F. Magnússonar – Guðni Ágústsson kynnir

DV - Mar, 01/12/2020 - 22:00

Hinn svipmikli tónlistarmaður, læknir, fyrrverandi borgarstjóri og ljóðskáld, Ólafur F. Magnússon, birtir hér með fullveldistónleika sína. Dagskráin var tekin upp í Austurbæjarbíó og sett á Youtube í dag. Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og ljóðalesari á þessari hátíð Ólafs. Glæsilegir tónlistarmenn koma við sögu en við gefum Ólafi orðið, sem hefur þetta að segja um viðburðinn en fyrir neðan má sjá tónleikana í spilaranum:

Það var í byrjun kórónuveirufaraldursins, snemma þessa árs, að ég fór að taka saman ljóð og tónlist til að gefa út á Fullveldisdaginn, sem er ávallt stór dagur í mínu lífi sem ættjarðarvinar. Þetta var þrenns konar: Ljóðabókin – geisladiskurinn – og útgáfutónleikarnir „Staldraðu við“.

Tónleikarnir skyldu ekki aðeins haldnir á Fullveldisdaginn, heldur yrði þeim jafnframt fundinn staður í Austurbæjarbíói, en ég bjargaði bíóinu frá því að verða rifið árið 2003, þar sem R-listinn sálugi hugðist reisa 5 hæða Sovétblokk á rústum bíósins, sem á ríkan sess í menningarsögu borgarinnar frá því áður en ég fæddist.

Ég tefli fram miklum mannauði í liði mínu á þessum tónleikum, þar sem lesin verða ljóð mín og lög mín flutt.

Kynnir og ljóðalesari er er hinn einkar skemmtilegi og skýrmæli fyrrum landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson.

Söng annast með mér Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, en hún er jafnframt söngkennari minn. Hún tengist áum mínum í Eyjum, því að hún bjó á æskuárum á Sólvangi, húsinu sem langafi minn, Magnús Jónsson reisti árið 1920. Eitt ljóðanna á þessum tónleikum er einmitt eftir Magnús, langafa minn og ber nafnið „Sumarmorgunn í Herjólfsdal“.

Á tónleikunum annast undirleik á gítara hinn þjóðþekkti tónlistarmaður, Gunnar Þórðarson, og Vilhjálmur Guðjónsson, en sá síðarnefndi hefur hljóðritað öll lög mín, 27 talsins, allt frá árinu 2013.

Vilhjálmi kynntist ég fyrst árið 2013 en Gunnari árið 2003, þegar hljómsveitin Hljómar hélt fertugsafmælistónleika sína í Austurbæjarbíói og lagði mér lið í baráttunni fyrir björgun bíósins.

Ingólfur Magnússon leikur á kontrabassa og er þetta í fyrsta sinn, sem hann ljáir mér lið í tónlistinni.

Þau Guðlaug og Gunnar hafa starfað með mér frá árinu 2015, eins og kvikmyndatökumaður minn, Friðrik Grétarsson.

Öllum ofanrituðum kann ég bestu þakkir fyrir að standa að þessum tónleikum ljóðateiti og gleðidegi í lífi mínu.“

 

 

Categorie: Islanda

Ísland fer á EM!

DV - Mar, 01/12/2020 - 22:00

Íslenska kvennalandsliðið er komið í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á Englandi 2022.

Íslenska liðið kemst beint í lokakeppnina sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti. Ísland var í F-riðli og endaði í öðru sæti með 19 stig. Svíþjóð sigraði riðilinn.

Íslenski hópurinn gat þó ekki fagnað EM sætinu strax að leik loknum. Þær þurftu að bíða eftir því að sjá úrslitin í leik Belgíu og Sviss sem leika í H-riðli. Ísland þurfti að treysta á að annað hvort liðið myndi sigra leikinn.

Belgía sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Sviss endar í öðru sæti með 19 stig eins og Ísland en Ísland er með betri markatölu.

Stelpurnar sigruðu Ungverjaland fyrr í dag með einu marki gegn engu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sigurmark Íslands.

Þetta er fjórða sinn í röð sem Ísland verður í lokakeppni EM. Þær komust einnig í lokakeppnina árið 2009, 2013 og 2017.

 

Categorie: Islanda

Guðrún hágrét eftir ferð í Bónus – „Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“

DV - Mar, 01/12/2020 - 21:59

Óvænt atvik, hlaðið manngæsku, varð til þess að Guðrún Brynjólfsdóttir hágrét í dag og hreinlega gat ekki hætt að gráta.

Hún skýrir frá þessu í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Þar greinir hún frá því hvernig hún varð óvænt aðnjótandi góðmennsku ókunnugrar konu sem ákvað að sýna sannan jólaanda:

„Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“ Ég sat úti í bíl seinnipartinn í dag eftir eina búðarferðina í Bónus, hágrátandi og gat ekki hætt. Ástæðan var ekki sú að ég væri sorgmædd eða óhress, heldur ég hafði upplifað góðverk sem kom heldur betur flatt upp á mig. Ég var að versla og það var ung kona á undan mér. Hún var ekki að kaupa neina matvöru, heldur gjafabréf og bauð mér að vera á undan sér á meðan hún beið eftir þjónustu. Ég þáði það, og renndi vörunum mínum í gegn, nema ég gleymi smotterý og fæ að hlaupa inn í búð að sækja það. Þegar ég kem til baka er verið að afgreiða ungu konuna og vörurnar mínar biðu skannaðar við endann á afgreiðsluborðinu fyrir utan það sem ég hafði gleymt inni í búð sem átti eftir að skanna. Ég beið því bara og bað svo unga manninn að bæta þessu við það sem ég átti eftir að borga. „Nei, það er búið að borga matinn – konan á undan þér ákvað að borga þetta líka“ HA! Ó jeminn, hún hefur óvart verið rukkuð fyrir minn part – segi ég í geðshræringu og fannst það skelfilegt að ókunnug kona hefði verið rukkuð fyrir matinn minn. „Nei, hún sagði að hún ætlaði að borga þetta“ segir ungi drengurinn á kassanum .. Ég hleyp því út og leita að konunni, því ég vildi millifæra á hana .. Fann hana ekki í myrkrinu.. Miður mín .. En svo kemur hún keyrandi – ég veifa henni og bið hana að stoppa – segi við hana „heyrðu elskuleg, ég held að þú hafir verið rukkuð fyrir matinn minn, ég vill fá að borga þér“ – Nei alls ekki, segir hún. Ég ætlaði að borga þetta. „Nú? segi ég stamandi af undrun, afhverju“? – Bara afþví bara segir hún brosandi og segir svo bara Gleðileg jól. Guðrún skrifar falleg orð til konunnar og vonast til þess að hún sjái færsluna og fái að vita hvað hún er þakklát. Þú getur lesið pistilinn í heild með því að smella á tengilinn neðst í fréttinni. Í stuttu samtali við DV vill Guðrún hvetja fólk til að gera slíkt hið sama og sýna sannan jólaanda eins og hún: „Ég skora á fólk sem hefur tök á því að feta í fótspor þessarar ungu konu og gera slíkt hið sama. Ég ætla að gera það og hvetja aðra á instagram hjá mér.“

 

Categorie: Islanda

Bjarni segir ekki ástæðu til að hafa uppi stór orð út af dómi MDE

DV - Mar, 01/12/2020 - 21:31

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ástæðu til að hafa áhyggur af orðspori Íslands, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evróu í dag.

Þar komst 17 manna yfirdómur MDE að samhljóða niðurstöðu um að ekki hefði verið staðið rétt að skipun fjögurra dómara við Landsrétt, er  Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að fara á skjön við álit hæfisnefndar og bæta við á lista hæfra umsækjenda fjórum nöfnum sem nefndin mælti ekki með.

Síðar var dómi Landsréttar yfir manni sem hafði framið umferðarlagabrot áfrýjað til MDE á þeim forsendum að dómurinn hefði ekki verið löglega skipaður. MDE féllst á það með áliti sínu og yfirdómur MDE hefur nú staðfest það álit.

Hörð viðbrögð og stór orð hafa einkennt umfjöllun hérlendis í dag vegna þessarar niðurstöðu. Þar er Bjarni Benediktsson ekki sammála en hann hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook um málið. Segir hann að margir líti framhjá aðalatriðum málsins sem er sá að MDE hafnaði bótakröfu ökumannsins og dómur Hæstaréttar í málinu standi óraskaður.

„Það er engin ástæða til að hafa uppi stór orð um svartan dag í réttarsögunni, eða hafa áhyggjur af orðspori Íslands, vegna dóms MDE frá því í dag, líkt og stjórnarandstæðingar hafa sagt. Helstu lagalegu álitamálum að íslenskum rétti hafði þegar verið svarað af Hæstarétti Íslands. Annars vegar í málum sem vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt. Hins vegar hafði verið dæmt um það, hvort skipan tiltekinna dómara sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um 15 hæfustu, hefði áhrif á niðurstöður þeirra mála, sem þeir höfðu dæmt. Um það atriði sagði Hæstiréttur Íslands í maí 2018: ,,Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum.“ Hæstiréttur Íslands, æðsti dómstóll landsins, hefur þannig komist að skýrri niðurstöðu um þetta mikilvæga álitamál. Fyrirfram var ljóst að þetta gat ekki breyst með dómi MDE því dómendur á Íslandi skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum, líkt og segir í stjórnarskránni. Niðurstöður MDE eru ekki bindandi, ganga ekki framar íslenskum lögum. Reyndar hefur fyrir minn smekk of lítið verið fjallað um inntak þeirrar þjóðréttarlegu skuldbindingar sem felst í aðild Íslands að MSE. Í dóminum er komið aðeins inn á þetta atriði og bent á að ríki skuli, eftir atvikum, gera ráðstafanir til að bæta úr ágöllum í samræmi við niðurstöður dómsins. Í þessu tilviki sýnist mér, í þessu samhengi, ekki þurfa að gera neinar sérstakar ráðstafanir, m.a. vegna þess að þessi lög, þetta fyrirkomulag við skipan Landsréttar, var einskiptis atburður. Þó er sjálfsagt að dómsmálaráðuneytið leggi á þetta mat og bregðist við ef ástæða þykir til. Það breytir ekki hinu að ekkert fær haggað niðurstöðu Hæstaréttar sem rakin er að framan. Í pólitískum átökum um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða málið sjálft. Kannski gleymist það ekki. Það hreinlega hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna. Þetta er augljóst af upphrópunum nokkurra úr stjórnarandstöðunni í dag. Það eru óumdeild grundvallarréttindi í lýðræðisþjóðfélagi að geta látið reyna á lagalega stöðu sína fyrir hlutlausum dómstólum. Í þessu tiltekna máli vildi einstaklingur, sem dæmdur hafði verið fyrir ölvunarakstur, og reyndar játað brot sitt, spyrja dómstólana hvort hann hefði fengið að njóta þeirra grundvallarréttinda sem honum erum tryggð í stjórnarskrá og við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til að fylgja að þjóðarrétti. Í málinu var látið reyna á það, hvort annmarkar við skipan Landsdóms hefðu mögulega áhrif á réttarstöðu hins dæmda. Hvort hann ætti rétt á ómerkingu dómsins. Til vara krafðist hann sýknu, þótt hann hefði játað brot sitt. Málið tapaðist í Hæstarétti. Og í dag var bótakröfu hans hafnað af MDE. Ekki verður því annað séð en að staða hans sé, eftir alla þessa málsmeðferð, hin sama og eftir dóm Landsréttar. Dómur Landsréttar stendur óraskaður. Í því er ekkert óvænt. Það lá fyrir strax í maí 2018. Og í dag varð ljóst að engar bætur verða greiddar. Þessi niðurstaða málsins virðist ekki skipta suma neinu máli. En þetta mál snerist nú samt fyrst og fremst um þetta allan tímann.“

Categorie: Islanda

Clara farin í ÍBV frá Selfossi

DV - Mar, 01/12/2020 - 21:16

Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir árs samning við ÍBV sem leikur í Pepsi-max deild kvenna. Þetta var tilkynnt á heimasíðu ÍBV í dag.

Clara lék með Selfossi á síðustu leiktíð þar sem hún spilaði 18 leiki í deild og bikar og skoraði eitt mark. Clara á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

Clara er uppalin í ÍBV og hefur spilað 57 leiki með félaginu.

Fyrr í mánuðinu tilkynnti ÍBV að Kristín Erna Sigurlásdóttir hafi skrifað undir samning við félagið eftir árs dvöl hjá KR.

Categorie: Islanda

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

DV - Mar, 01/12/2020 - 20:58

Salzburg og Shaktar Donetsk sigruðu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar með eiga bæði lið enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Lokomotiv Moskva tók á móti Salzburg í A-riðli. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit.

Salzburg byrjaði leikinn betur. Mergim Berisha skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Fyrra kom á 28. mínútu og það síðara á 41. mínútu. Staðan góð fyrir Salzburg í hálfleik.

Á 79. mínútu minnkaði Anton Miranchuk metin fyrir Lokomotiv Moskva með marki úr vítaspyrnu. Karim Adeyemi átti lokaorðið í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark Salzburg á 81. mínútu.

Eftir leikinn er Salzburg í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig. Lokomotiv Moskva er í fjórða og neðsta sætinu með þrjú stig. Hin liðin í riðlinum, Atlético Madrid og Bayern Munchen eigast við klukkan 20:00.

Í B-riðli tók Shaktar Donetsk á móti Real Madrid. Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu. Þar var að verki Dentinho í liði Shaktar Donetsk. Manor Solomon innsiglaði 2-0 sigur heimamanna með marki á 82. mínútu.

Bæði lið eiga enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Hin liðin í B-riðli, Borussia Mönchengladbach og Inter Milan eigast við klukkan 20:00. Ef Mönchengladbach vinnur eru þeir komnir áfram í 16-liða úrslit. Inter þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.

Lokomotiv Moskva 1 – 3 Salzburg
0-1 Mergim Berisha (28′)
0-2 Mergim Berisha (41′)
1-2 Anton Miranchuk (79′)(Víti)
1-3 Karim Adeyemi (81′)

Shaktar Donetsk 2 – 0 Real Madrid
1-0 Dentinho (57′)
2-0 Manor Solomon (82′)

Categorie: Islanda

Hreinskilinn pistill móður slær í gegn – „Börnin mín eru stundum fávitar“

DV - Mar, 01/12/2020 - 20:30

Áströlsk móðir hefur slegið í gegn fyrir að lýsa börnunum sínum á mjög hreinskilin máta. Hún viðurkennir að þau geta stundum verið „algjörir fávitar.“

Laura Mazza er þriggja barna móðir og deilir raunum sínum á Instagram. Hún deildi á dögunum ótrúlega hreinskilinni færslu um börnin sín og viðurkenndi að hún nennir stundum ekki að elda kvöldmat né lesa bók fyrir börnin sín.

Laura segir að það þýðir ekki að hún sé slæm móðir. Hún segir einnig að foreldrar ættu að geta verið hreinskilnir um tilfinningar sínar án þess að óttast við að vera dæmdir af öðrum.

„Ég vil bara að þú vitir að ef þú ert vinur minn, þá geturðu sagt: „Börnin mín voru fávitar í dag“ og ég mun ekki dæma þig,“ skrifaði hún.

„Ég veit ég kvarta mikið undan foreldrahlutverkinu en það er vegna þess að það er það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega. Á hverjum degi gerist eitthvað. Ég þurfti að stöðva slagsmál í dag, ég varð pirruð, ég hækkaði róm minn í dag, grét, huggaði, fékk samviskubit, var hamingjusöm, fann fyrir ást, gaf ást. Allt á einum sólarhring,“ segir hún.

„Þetta er erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll. Og við veltum því fyrir okkur af hverju við erum alltaf að klúðra málunum. Þannig af hverju ekki að vera bara hreinskilin? […] Veistu hvað er erfiðara en að ala upp börn? Að láta eins og það sé ekki erfitt.“

Færslan hefur heldur betur slegið í gegn meðal netverja og hafa einnig fjölmiðlar vestanhafs fjallað um færsluna, meðal annars News.au, Mirror og The Sun. Margir foreldrar tengja við skrif hennar og taka þeim fagnandi.

Þú getur lesið færsluna hennar í heild sinni hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Laura Mazza BAppSc(Psych) MSW (@itslauramazza)

Categorie: Islanda

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

DV - Mar, 01/12/2020 - 20:21

Liverpool og Ajax eigast við í D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Byrjunarliðin eru komin í hús. Stóru fréttirnar eru þær að Alisson, markmaður Liverpool, hefur bæst á meiðslalistann og verður ekki með í dag. Í stað hans kemur Kelleher. Hann spilaði síðast á síðustu leiktíð gegn Shrewsbury í enska bikarnum.

Aðrir leikmenn í byrjunarliði Liverpool eru Williams, Matip, Fabinho, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jones, Salah, Mane og Jota. Klopp gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Byrjunarlið Ajax er þannig að Onana er í marki. Aðrir leikmenn eru Mazraoui, Schuurs, Blind, Tagliafico, Gravenberch, Alvarez, Klaassen, Neres, Tadic og Antony.

Liverpool kemst áfram í 16-liða úrslit ef þeir vinna eða gera jafntefli í kvöld.

 

Categorie: Islanda

Brynhildur varar við hárstofusvikara – „Viljum vara ykkur við að fá þessa konu í stólinn“

DV - Mar, 01/12/2020 - 20:14

„Við á Manhattan og fleiri viljum vara ykkur við að fá þessa konu í stólinn,“ skrifar Brynhildur Jóhannsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Manhattan, inn í samskiptahóp hárgreiðslumeistara á Facebook. Segir hún að umrædd kona (sem hún birtir mynd af) gangi undir ýmsum nöfnum. Hún iðki þann leik að panta tíma í litun, borgi fyrir sig og gangi út sátt með hárið sitt. Hafi síðan samband aftur og segist vera orðin óánægð og vilji fá endurgreitt.

Brynhildur skrifar enn fremur:

„Hún hefur komið til okkar 2x undir sitthvoru nafninu hefur líka farið á Zoo, Greiðuna, Ariston, Hárnýjung og tekið svipaðan pakka þar.

Finnst bara rétt að aðrar stofur viti af þessu svo þið séuð meðvituð um að hún er ekki óánægð með ykkur heldur er að stunda þetta til að fá fríar litanir.“

DV hafði samband við Brynhildi sem segir málið hvimleitt þó að vissulega sé það spaugilegt líka. Aðspurð hvort vandamál af þessu tagi séu algeng á hárgreiðslustofum segir hún að þau komi vissulega fyrir. „Stundum kemur fólk sem er pínulítið öðruvísi, er aldrei ánægt með neitt og fer svo á næstu stofu. Við lentum í þessari einhvern tíma og svo kom hún aftur ári seinna og þá mundum við eftir henni.“

Brynhildur segir að konan vilji ýmist láta vinna við hárið sitt aftur eða fá endurgreitt. Stundum biðji hún um endurvinnu en hætti síðan við og vilji fá endurgreitt.

Þá segir Brynhildur að í tölvupóstum þykist hún stundum vera systir sín sem sé að senda skilaboð fyrir hönd hennar, en svo komi hún upp um sig.

Svo virðist sem konan sé sífellt í litun. „Einu sinni þegar hún settist í stólinn hérna var hún með nýlitað hár.“ Svo virðist sem hegðun konunnar stjórnist af einhverri áráttu.

„Þetta er ekkert skemmtilegt í þessum bransa. Við höfum þurft að hafa lokað 12 á árinu,“ segir Brynhildur sem vonast eftir mikilli og heiðarlegri jólatörn á Manhattan.

DV hvetur fólk til að sýna heiðarleika í viðskiptum við hárgreiðslustofur sem aðra.

Categorie: Islanda

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?

DV - Mar, 01/12/2020 - 19:30

Carlo Ancelotti stjóri Everton er sagður leggja áherslu á það að félagið kaupi Samuel Umtiti frá Barcelona í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Umtiti hefur ekki spilað eina einustu mínútu á þessu tímabili og eru Börsungar tilbúnir að láta hann fara.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og þarf að lækka kostnað hjá sér all verulega til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Umtiti er franskur landsliðsmaður og þénar 75 þúsund pund á viku hjá Barcelona. Barcelona hefur viljað 12 milljónir evra fyrir Umtiti en eru tilbúnir að lækka verðmiðann.

Hjá Everton eru þrír fyrrum leikmenn Barcelona, þeir Andre Gomes, Yerri Mina og Lucas Digne.

Categorie: Islanda

Blóðprufa getur hjálpað til við að spá fyrir um Alzheimers-sjúkdóminn

DV - Mar, 01/12/2020 - 19:00
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að blóðprufa geti gagnast við að spá fyrir um hvort fólk eigi á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Vísindamenn segja þetta hugsanlega vera vendipunkt í baráttunni við þennan hræðilega sjúkdóm.

Um 50 milljónir jarðarbúa þjást af Alzheimers-sjúkdómnum sem veldur vitglöpum. Á heimsvísu er það Alzheimers-sjúkdómurinn sem veldur um helmingi allra tilfella vitglapa.

Talið er að uppsöfnun prótína í heila sjúklinga valdi sjúkdómnum. Hægt er að greina sum þessara prótína í blóðprufum. Prufurnar geta sýnt hversu mikill þéttleiki þeirra er. Í rannsókninni var þessi aðferð notuð til að greina sjúkdóminn mörgum árum áður en fyrstu sjúkdómseinkennin gerðu vart við sig.

Í grein í vísindaritinu Nature Aging lýsa höfundar rannsóknarinnar því hvernig þeir þróuðu líkön af hversu mikil hætta er á að einstaklingar þrói sjúkdóminn með sér. Þeir skoðuðu tvö mikilvæg prótín í blóðprufum 550 sjúklinga sem eru með væg vitglöp. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að með þessari aðferð var hægt að spá fyrir um Alzheimers-sjúkdóminn með 88% öryggi á fjögurra ára tímabili. Niðurstaðan er talin mjög lofandi, ekki síst vegna þess að aðferðin er einföld og ódýr.

Richard Oakley, rannsóknarstjóri hjá Alzheimer‘s Society, segir að stærsta áskorunin sé að geta greint sjúkdóminn nægilega snemma til að hægt sé að nota nýjar meðferðir við honum, meðferðir sem séu enn í þróun.

Categorie: Islanda

Hryllingur í Þýskalandi í dag – Ungbarn á meðal hinna látnu eftir að miðaldra maður ók inn í göngugötu

DV - Mar, 01/12/2020 - 18:56

Eins og við greindum frá fyrr í dag ók maður inn í hóp vegarenda í göngugötu í borginni Trier, vestarlega í Þýskalandi. Samkvæmt fyrstu fréttum létu tveir lífið og 15 slösuðust. Þær tölur hafa nú verið leiðréttar.

Eftir athæfi mannsins liggja fjórir eftir látnir, þar á meðal ungbarn. Bild greinir frá.

Tala slasaðra liggur ekki ljós fyrir en talan 15 hefur verið nefnd.

Ökumaðurinn er 51 árs gamall Þjóðverji. Var hann handtekinn á staðnum og hefur verið í yfirheyrslu frá lögreglu síðan, en atvikið átti sér stað í eftirmiðdaginn.

Sjónarvottar segjast hafa séð fólk í loftköstum yfir götunni er maðurinn ók á hvern þann sem fyrir honum varð.

Maðurinn er sagður hafa ekið dökkum Range Rover jeppa.

Categorie: Islanda

Sjáðu skammarlega dýfu Jack Grealish í gær

DV - Mar, 01/12/2020 - 18:30

West Ham United vann 2-1 sigur á Aston Villa í lokaleik 10. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á London Stadium. Angelo Ogbonna kom West Ham yfir með marki á 2. mínútu eftir stoðsendingu frá Jarrod Bowen.

Á 25. mínútu jafnaði Jack Grealish metin fyrir Aston Villa Jarrod Bowen kom hins vegar West Ham aftur yfir í leiknum og tryggði liðinu sigur með marki á 46. mínútu. Aston Villa fékk vítaspyrnu á 74. mínútu. Ollie Watkins tók spyrnuna en tókst ekki að koma boltanum í netið.

VAR tók mark af Aston Villa í uppbótartíma þar sem Ollie Watkins var dæmdur rangstæður, mjög umdeildur dómur. Það atvik og skammarleg dýfa Jack Grealish í leiknum hafa mikið verið til umræðu.

Leikaraskapur Grealish var vægast sagt tilburðamikill eins og sjá má hér að neðan.

Embarrassing dive from Grealish. pic.twitter.com/VghK7UKBUm

— pdr (@pdr) November 30, 2020

Categorie: Islanda

Deshús

Bæjarins Besta - Mar, 01/12/2020 - 18:30

Deshús eða ilmhylki voru notuð í Evrópu frá síðmiðöldum og allt fram á 19. öld og voru borin um hálsinn eða í belti. Þau eru hol að innan og ætluð fyrir ilmefni, en orðið des þýðir ilmefni eða angan. Elstu deshús sem varðveist hafa hér á landi eru frá 16. öld og eru öll erlend smíði. Í kjölfar svartadauða á 14. öld komust deshúsin fyrst í notkun á meginlandi Evrópu, því ákveðin ilmefni þóttu góð vörn gegn hinum ýmsu kvillum, þar sem þau bægðu frá slæmu lofti sem talið var bera með sér sjúkdóma.

Enskt heiti deshúsa er pomander, stytting úr frönsku af pomme d‘ambre, sem gæti útlagst sem amburepli á íslensku. Ambur, sem var algengt efni til ilmgerðar, myndast í meltingarvegi búrhvala og berst út með saur þeirra. Þegar ambrið þornar og oxast ber það með sér sterk efnasambönd sem henta vel til ilmvatnsgerðar.

Ásamt ambri voru ilmgjafar á við myrru og sandalvið notaðir en síðar bættust m.a. við moskusilmefni (musk), lofnarblóm, kanel, sítróna og negull.

Heitið deshús hefur, eins og pomander, fremur víða merkingu. Sögulega séð hafa bæði heitin náð yfir ilmhylki sem í var klútur vættur með ilmefni, en líka yfir það sem kallast balsambüchse á þýsku: lítil smyrslaskrín sem gátu einnig verið borin um háls eða hengd í belti

Deshúsið sem hér um ræðir er þess konar smyrslaskrín. Það er úr silfri, dönsk smíð frá fyrri hluta 17. aldar, algrafið að utan með fuglum og blómum. Það hefur sex hólf með draglokum á, og á þrjú þeirra eru grafin ilmefnanöfnin Citron B, Negel B og SCHLAG B. B stendur þarna fyrir balsam sem þýðir smyrsl.
Schlag balsam var blanda af ambri, moskusilmefni og ilmefni deskattar og þótti gagnlegt til varnar heilaslagi (heilablóðfalli). Tvö draglokanna virðast ekki vera upprunaleg, þau eru úr látúni og ekkert grafið á þau, en á eitt hólfið vantar nú lok. Hólfin sex eru föst saman að neðan og eru á hjörum. Þau eru gyllt að innan og á þeim hliðum sem snúa saman þegar þeim er lokað.

Deshúsið stendur á stétt sem hefur upprunalega verið hol að innan og einnig notuð fyrir ilmefni. Síðar hefur henni verið breytt í innsigli en á það er grafið öfugt gotneskt G.

Af vefsíðu Þjóðminjasafns Íslands

Categorie: Islanda

Þetta eru orðin tvö sem Cavani kann í ensku – Ætlaði ekki að móðga neinn

DV - Mar, 01/12/2020 - 18:00

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur til morguns til að gefa út ákæru á Edinson Cavani framherja Manchester United.

Cavani skrifaði orðið „Negrito“ þegar hann endurbirti mynd frá félaga sínum. Cavani hafði þá skorað tvö mörk í dramatískum 2-3 sigri Manchester United á Southampton.

„Við höfum rætt við Edinson og hann er niðurlútur vegna þessara mistaka. Hann ætlaði ekki að móðga neinn, hann var að þakka vini fyrir kveðju. Enska sambandið hefur beðið hann um útskýringar og við styðjum hann, þetta er óheppileg staða. Hann kemur frá örðu landi og hefðum í Úrúgvæ, þar er orðið notað á annan hátt,“
sagði Solskjær.

„Við styðjum Edinson en við styðjum líka enska sambandið. Við viljum berjast gegn mismunum, Edinson hefur lært af þessu.“

Cavani talar varla stakt orð í ensku. „Hann hefur lært tvö orð „tomorrow, off.“ Hann vill frídag eftir sigurleik, hann þekkir þetta orð.“

Cavani verður með United á morgun þegar liðið mætir hans gamla félagi PSG í Meistaradeildinni en hann kom frítt til United frá PSG í sumar.

Categorie: Islanda